Lífið

Styttu sér aldur eftir dauða hunds síns

Gömul hjón á Indlandi voru svo yfirbuguð af sorg vegna dauða hunds síns að þau ákváðu að styttu sér aldur. Frá þessu greinir á fréttavef Reuters. Hjónin sem voru á sjötugsaldri fundust látin á heimili sínu í bænum Hyderabad og hjá þeim bréf þar sem þau lýsa vonleysi sínu. Hjónunum hafði aldrei orðið barna auðið en átt hundinn Puppy í 13 ár. Þau héldu Puppy útför með fjölskyldu og vinum en slógust svo í för með honum yfir móðuna miklu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.