Sport

Björgvin 11. í Pampeago - Dagný féll úr leik

Björgvin Björgvinsson
Björgvin Björgvinsson

Björgvin Björgvinsson varð í 11. sæti á alþjóðlegu svigmóti í Pampeago á Ítalíu í dag. Hann var í fimmta sæti eftir fyrri umferð en gerði smávægileg mistök í þeirri seinni og endaði ellefti í röðinni. Fyrir mótið fékk hann 17.57 punkta sem eru hans bestu svigpunktar á þessu keppnistímabili.

Árni Þorvaldsson varð í 49. sæti á mótinu en Gísli Rafn Guðmundsson náði ekki að ljúka keppni. Sigurvegari varð Ítalinn Matthias Thaler.

Dagný Linda keppti í risasvigi á sænska meistaramótinu í morgun. Hún lagði allt undir í ferðinni í dag og ætlaði sér að ná góðum úrslitum en keyrði út úr brautinni og lauk því ekki keppni.

Þetta voru síðustu mótin sem Dagný tekur þátt í erlendis að þessu sinni og er hún væntanleg heim til Íslands á morgun. Þá taka við æfingar á heimaslóðum fram að Icelandair cup mótaröðinni og Skíðalandsmóti Íslands sem fer fram á Akureyri að þessu sinni.

Strákarnir keppa aftur í svigi á sama stað á morgun en halda svo til Slóveníu til að taka þátt í meistaramótinu þar en svo koma þeir heim til að keppa á Icelanair Cup og Skíðamóti Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×