
Körfubolti
Njarðvíkingar leiða í hálfleik
Njarðvík hefur nauma 48-44 forystu gegn Grindavík þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Leikurinn hefur verið í járnum frá fyrstu mínútu - öfugt við fyrri viðureignirnar tvær. Páll Axel Vilbergsson er stigahæstir maður vallarins með 16 stig, en Brenton Birmingham er vaknaður úr rotinu hjá heimamönnum og er kominn með 13 stig.