Handbolti

Flensburg í undanúrslitin

Alfreð Gíslason og félagar mæta Valladolid í beinni á Sýn Extra á morgun
Alfreð Gíslason og félagar mæta Valladolid í beinni á Sýn Extra á morgun

Þýska liðið Flensburg tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Flensburg tapaði síðari leik sínum við Barcelona 34-29 í dag, en vann fyrri leikinn örugglega 31-21. Þetta er í þriðja sinn síðan 2004 sem liðið fer í undanúrslit, en þangað er liðið komið ásamt löndum sínum í Kiel.

8-liða úrslitin klárast svo á morgun með tveimur risaleikjum þar sem Gummersbach tekur á móti Valladolid klukkan 17:00 í beinni á Sýn Extra og þá leika Spánarstórveldin San Antonio og Ciudad Real.

Gummersbach er í fínni stöðu fyrir síðari leikinn eftir 36-36 jafntefli í fyrri leiknum á útivelli og Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad unnu 26-21 sigur á Portland á heimavelli og hafa því fimm marka forskot fyrir síðari leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×