Breytingar í Holtagörðum 14. mars 2007 03:00 Örn V. Kjartansson. Nýir og talsvert breyttir Holtagarðar verða opnaðir í lok nóvember. Kostnaðurinn hleypur á 2,5 til 3 milljörðum króna. MYND/Heiða Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Hljóðlátar en viðamiklar breytingar standa nú yfir í Holtagörðum, sem áður hýsti Ikea. Verslunarrými hússins og bílastæðafjöldi verður um það bil tvöfaldaður auk þess sem talsverðar breytingar verða gerðar á útliti hússins og nánasta umhverfi. Nokkrar verslanir verða í húsinu, þar á meðal Hagkaup sem verður á um 9.000 fermetrum á fyrstu hæð hússins en það er sambærilegt verslun Hagkaupa í Smáralind. Þá er verið að bæta við einni hæð inni í húsinu en þar verða fimm verslanir til viðbótar í rými frá allt að 750 fermetrum til 3.200 fermetra. Fyrirhugað er að opna breytta Holtagarða í lok nóvember á þessu ári, að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða, sem á húsið. Örn segir að lofthæð í mestum hluta Holtagarða sé mjög mikil. Viðskiptavinir Ikea hafi ekki gert sér grein fyrir henni þegar verslunin hafi verið þar til húsa þar sem loftið var klætt af. Hún sást hins vegar vel þegar komið var inn í lagerinn. Lofthæðin er nýtt til að byggja millihæð inn í húsið og verða þar nokkrar verslanir, meðal annars raftækjaverslun og húsgagnaverslun, sem mun bjóða upp á vöruúrval sem ekki hefur áður sést hér á landi, að hans sögn. Viðræður standa yfir við tvo aðila til viðbótar. Horft er til þess að ein þeirra verði fataverslun. „Verslunarhlutinn verður eftir breytingarnar um 20 þúsund fermetrar,“ segir Örn og bendir á að núverandi verslunarrými Holtagarða sé um 12 þúsund fermetrar. Samfara þessu fjölgar bílastæðum talsvert og verður hluti þeirra á tveimur hæðum. „Núna eru stæði fyrir 450 bíla en eftir breytingarnar verða þau um 800,“ segir Örn. Þær verslanir sem nú eru í Holtagörðum verða áfram í húsinu að Rúmfatalagernum undanskildum að sögn Arnar en í rýmið flytur ný verslun. Þá flytjast aðalskrifstofur Hagkaupa sömuleiðis á aðra hæð hússins en skrifstofurnar hafa verið á annarri hæð verslunar Hagkaupa í Skeifunni frá stofnun verslunarinnar. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem er í vestari enda hússins á jarðhæð flytur í stærra rými á aðra hæðina en Bónus verður á sama stað. Örn segir þetta ekki allt og sumt því nýtt gleranddyri hefur verið hannað framan á húsið og er innangengt í það frá báðum hæðum bílastæðanna. Í anddyrinu verður flatur og þrepalaus rúllustigi sem gerir jafnt fólki með innkaupakerrur eða þungar byrðar auðveldara fyrir að fara á milli hæða. Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingarnar hlaupi á rúmum tveimur milljörðum króna. Örn segir fjárfestinguna vissulega mikla en leggur áherslu á að verið sé að byggja til framtíðar því lagning Sundabrautar, sem fyrirhugað er að verði í námunda við Holtagarða, spili inn í áætlanagerðina. „Við horfum til þess að þeir sem komi til borgarinnar utan af landi um Sundabraut vilji versla,“ segir hann og leggur áherslu á að þegar Holtagarðar opni verði um nýjan verslanakjarna að ræða. Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Hljóðlátar en viðamiklar breytingar standa nú yfir í Holtagörðum, sem áður hýsti Ikea. Verslunarrými hússins og bílastæðafjöldi verður um það bil tvöfaldaður auk þess sem talsverðar breytingar verða gerðar á útliti hússins og nánasta umhverfi. Nokkrar verslanir verða í húsinu, þar á meðal Hagkaup sem verður á um 9.000 fermetrum á fyrstu hæð hússins en það er sambærilegt verslun Hagkaupa í Smáralind. Þá er verið að bæta við einni hæð inni í húsinu en þar verða fimm verslanir til viðbótar í rými frá allt að 750 fermetrum til 3.200 fermetra. Fyrirhugað er að opna breytta Holtagarða í lok nóvember á þessu ári, að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða, sem á húsið. Örn segir að lofthæð í mestum hluta Holtagarða sé mjög mikil. Viðskiptavinir Ikea hafi ekki gert sér grein fyrir henni þegar verslunin hafi verið þar til húsa þar sem loftið var klætt af. Hún sást hins vegar vel þegar komið var inn í lagerinn. Lofthæðin er nýtt til að byggja millihæð inn í húsið og verða þar nokkrar verslanir, meðal annars raftækjaverslun og húsgagnaverslun, sem mun bjóða upp á vöruúrval sem ekki hefur áður sést hér á landi, að hans sögn. Viðræður standa yfir við tvo aðila til viðbótar. Horft er til þess að ein þeirra verði fataverslun. „Verslunarhlutinn verður eftir breytingarnar um 20 þúsund fermetrar,“ segir Örn og bendir á að núverandi verslunarrými Holtagarða sé um 12 þúsund fermetrar. Samfara þessu fjölgar bílastæðum talsvert og verður hluti þeirra á tveimur hæðum. „Núna eru stæði fyrir 450 bíla en eftir breytingarnar verða þau um 800,“ segir Örn. Þær verslanir sem nú eru í Holtagörðum verða áfram í húsinu að Rúmfatalagernum undanskildum að sögn Arnar en í rýmið flytur ný verslun. Þá flytjast aðalskrifstofur Hagkaupa sömuleiðis á aðra hæð hússins en skrifstofurnar hafa verið á annarri hæð verslunar Hagkaupa í Skeifunni frá stofnun verslunarinnar. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem er í vestari enda hússins á jarðhæð flytur í stærra rými á aðra hæðina en Bónus verður á sama stað. Örn segir þetta ekki allt og sumt því nýtt gleranddyri hefur verið hannað framan á húsið og er innangengt í það frá báðum hæðum bílastæðanna. Í anddyrinu verður flatur og þrepalaus rúllustigi sem gerir jafnt fólki með innkaupakerrur eða þungar byrðar auðveldara fyrir að fara á milli hæða. Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingarnar hlaupi á rúmum tveimur milljörðum króna. Örn segir fjárfestinguna vissulega mikla en leggur áherslu á að verið sé að byggja til framtíðar því lagning Sundabrautar, sem fyrirhugað er að verði í námunda við Holtagarða, spili inn í áætlanagerðina. „Við horfum til þess að þeir sem komi til borgarinnar utan af landi um Sundabraut vilji versla,“ segir hann og leggur áherslu á að þegar Holtagarðar opni verði um nýjan verslanakjarna að ræða.
Mest lesið Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Sjá meira