Breytingar í Holtagörðum 14. mars 2007 03:00 Örn V. Kjartansson. Nýir og talsvert breyttir Holtagarðar verða opnaðir í lok nóvember. Kostnaðurinn hleypur á 2,5 til 3 milljörðum króna. MYND/Heiða Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Hljóðlátar en viðamiklar breytingar standa nú yfir í Holtagörðum, sem áður hýsti Ikea. Verslunarrými hússins og bílastæðafjöldi verður um það bil tvöfaldaður auk þess sem talsverðar breytingar verða gerðar á útliti hússins og nánasta umhverfi. Nokkrar verslanir verða í húsinu, þar á meðal Hagkaup sem verður á um 9.000 fermetrum á fyrstu hæð hússins en það er sambærilegt verslun Hagkaupa í Smáralind. Þá er verið að bæta við einni hæð inni í húsinu en þar verða fimm verslanir til viðbótar í rými frá allt að 750 fermetrum til 3.200 fermetra. Fyrirhugað er að opna breytta Holtagarða í lok nóvember á þessu ári, að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða, sem á húsið. Örn segir að lofthæð í mestum hluta Holtagarða sé mjög mikil. Viðskiptavinir Ikea hafi ekki gert sér grein fyrir henni þegar verslunin hafi verið þar til húsa þar sem loftið var klætt af. Hún sást hins vegar vel þegar komið var inn í lagerinn. Lofthæðin er nýtt til að byggja millihæð inn í húsið og verða þar nokkrar verslanir, meðal annars raftækjaverslun og húsgagnaverslun, sem mun bjóða upp á vöruúrval sem ekki hefur áður sést hér á landi, að hans sögn. Viðræður standa yfir við tvo aðila til viðbótar. Horft er til þess að ein þeirra verði fataverslun. „Verslunarhlutinn verður eftir breytingarnar um 20 þúsund fermetrar,“ segir Örn og bendir á að núverandi verslunarrými Holtagarða sé um 12 þúsund fermetrar. Samfara þessu fjölgar bílastæðum talsvert og verður hluti þeirra á tveimur hæðum. „Núna eru stæði fyrir 450 bíla en eftir breytingarnar verða þau um 800,“ segir Örn. Þær verslanir sem nú eru í Holtagörðum verða áfram í húsinu að Rúmfatalagernum undanskildum að sögn Arnar en í rýmið flytur ný verslun. Þá flytjast aðalskrifstofur Hagkaupa sömuleiðis á aðra hæð hússins en skrifstofurnar hafa verið á annarri hæð verslunar Hagkaupa í Skeifunni frá stofnun verslunarinnar. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem er í vestari enda hússins á jarðhæð flytur í stærra rými á aðra hæðina en Bónus verður á sama stað. Örn segir þetta ekki allt og sumt því nýtt gleranddyri hefur verið hannað framan á húsið og er innangengt í það frá báðum hæðum bílastæðanna. Í anddyrinu verður flatur og þrepalaus rúllustigi sem gerir jafnt fólki með innkaupakerrur eða þungar byrðar auðveldara fyrir að fara á milli hæða. Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingarnar hlaupi á rúmum tveimur milljörðum króna. Örn segir fjárfestinguna vissulega mikla en leggur áherslu á að verið sé að byggja til framtíðar því lagning Sundabrautar, sem fyrirhugað er að verði í námunda við Holtagarða, spili inn í áætlanagerðina. „Við horfum til þess að þeir sem komi til borgarinnar utan af landi um Sundabraut vilji versla,“ segir hann og leggur áherslu á að þegar Holtagarðar opni verði um nýjan verslanakjarna að ræða. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Hljóðlátar en viðamiklar breytingar standa nú yfir í Holtagörðum, sem áður hýsti Ikea. Verslunarrými hússins og bílastæðafjöldi verður um það bil tvöfaldaður auk þess sem talsverðar breytingar verða gerðar á útliti hússins og nánasta umhverfi. Nokkrar verslanir verða í húsinu, þar á meðal Hagkaup sem verður á um 9.000 fermetrum á fyrstu hæð hússins en það er sambærilegt verslun Hagkaupa í Smáralind. Þá er verið að bæta við einni hæð inni í húsinu en þar verða fimm verslanir til viðbótar í rými frá allt að 750 fermetrum til 3.200 fermetra. Fyrirhugað er að opna breytta Holtagarða í lok nóvember á þessu ári, að sögn Arnar V. Kjartanssonar, framkvæmdastjóra eignaumsýslu fasteignafélagsins Stoða, sem á húsið. Örn segir að lofthæð í mestum hluta Holtagarða sé mjög mikil. Viðskiptavinir Ikea hafi ekki gert sér grein fyrir henni þegar verslunin hafi verið þar til húsa þar sem loftið var klætt af. Hún sást hins vegar vel þegar komið var inn í lagerinn. Lofthæðin er nýtt til að byggja millihæð inn í húsið og verða þar nokkrar verslanir, meðal annars raftækjaverslun og húsgagnaverslun, sem mun bjóða upp á vöruúrval sem ekki hefur áður sést hér á landi, að hans sögn. Viðræður standa yfir við tvo aðila til viðbótar. Horft er til þess að ein þeirra verði fataverslun. „Verslunarhlutinn verður eftir breytingarnar um 20 þúsund fermetrar,“ segir Örn og bendir á að núverandi verslunarrými Holtagarða sé um 12 þúsund fermetrar. Samfara þessu fjölgar bílastæðum talsvert og verður hluti þeirra á tveimur hæðum. „Núna eru stæði fyrir 450 bíla en eftir breytingarnar verða þau um 800,“ segir Örn. Þær verslanir sem nú eru í Holtagörðum verða áfram í húsinu að Rúmfatalagernum undanskildum að sögn Arnar en í rýmið flytur ný verslun. Þá flytjast aðalskrifstofur Hagkaupa sömuleiðis á aðra hæð hússins en skrifstofurnar hafa verið á annarri hæð verslunar Hagkaupa í Skeifunni frá stofnun verslunarinnar. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins sem er í vestari enda hússins á jarðhæð flytur í stærra rými á aðra hæðina en Bónus verður á sama stað. Örn segir þetta ekki allt og sumt því nýtt gleranddyri hefur verið hannað framan á húsið og er innangengt í það frá báðum hæðum bílastæðanna. Í anddyrinu verður flatur og þrepalaus rúllustigi sem gerir jafnt fólki með innkaupakerrur eða þungar byrðar auðveldara fyrir að fara á milli hæða. Gert er ráð fyrir að kostnaður við breytingarnar hlaupi á rúmum tveimur milljörðum króna. Örn segir fjárfestinguna vissulega mikla en leggur áherslu á að verið sé að byggja til framtíðar því lagning Sundabrautar, sem fyrirhugað er að verði í námunda við Holtagarða, spili inn í áætlanagerðina. „Við horfum til þess að þeir sem komi til borgarinnar utan af landi um Sundabraut vilji versla,“ segir hann og leggur áherslu á að þegar Holtagarðar opni verði um nýjan verslanakjarna að ræða.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Sjá meira