Erlent

Ætlar að breyta fóstureyðingalöggjöf

AP

Jose Socrates forsætisráðherra Portúgals segir að fóstureyðingalöggjöf í landinu verði breytt þrátt fyrir að kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið hafi ekki verið bindandi.

60% sögðust vilja nýja löggjöf í kosningunni sem um 40% kosningabærra tóku þátt í. Fóstureyðingalöggjöfin í Portúgal hefur verið ein sú strangasta í Evrópu, en þar hafa fóstureyðingar bara verið leyfðar ef getnaður hefur orðið við nauðgun, ef heilsu móður er ógnað eða ef búast má við fósturgalla.

Sósíalistaflokkur Socrates hefur nauman meirihluta á portúgalska þinginu en virðist hafa stuðning tveggja annara flokka við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×