Erlent

Demókratar hvetja til varúðar

AP

Demókratar á Bandaríkjaþingi hvetja Bush-stjórnina til að sýna aðgát þegar Íranir eru sakaðir um að ýta undir ofbeldi í Írak með vopnasmygli og fjármögnun uppreinsarhópa. Þeir segja engar öruggar sannanir til staðar um hlutdeild Írana og benda á að ekki sé góð reynsla af því að taka ákvarðanir sem byggja á vafasömum sönnunargögnum.

Chris Dodd öldungardeildarþingmaður demókrata bendir á að Bush-stjórnin hafi gerst uppvís að fölsun sönnunargagna áður. Hann segist ekki efast um að Íranir hafi á einhverju stigi aðstoðað uppreisnarmenn í Írak og það vandamál þurfi að ræða en segist aftur órólegur yfir því að nú sé reynt að búa til ástæðu fyrir hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna í Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×