Lífið

Aumingja Borat

Sacha Baron Cohen "Borat"
Sacha Baron Cohen "Borat" MYND/AP

Blessaður kallinn hann Borat á enn ein málaferlin yfir höfði sér. Í þetta skipti er það ísraelskur spéfugl sem segir að Borat hafi stolið frá sér "orðatiltækinu" Wa wa wee wa. Dovale Glickman bjó til þessa vitleysu fyrir sextán árum fyrir persónu sem hann lék í sjónvarpsþætti. Wa wa wee wa var einnig notað í sjónvarpsauglýsingum fyrir gulu síðurnar, í Ísrael.

Kvikmyndin um Borat nýtur gríðarlegra vinsælda í Ísrael, enda skilja Ísraelar betur en aðrir andgyðinglega brandara fréttamannsins. Ástæðan er sú að það er ekki kazanska eða bull sem Borat talar heldur hebreska, enda er Sacha Baron Cohen, annað sjálf Borats Gyðingur.

Dovale Glickman segir að hann hafi ekki ákveðið hvort hann fer í mál við Borat. Þess má geta að þegar Borat tók við Golden Globe verðlaununum, þakkaði hann öllum Bandaríkjamönnum sem ekki hefðu enn farið í mál við sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.