Erlent

Skelfingu lostinn köttur á lyfjum

Kettir eiga líka við kvíðavandamál að stríða.
Kettir eiga líka við kvíðavandamál að stríða. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Breskur köttur hefur verið settur á þunglyndislyf vegna eineltis sem hann er lagður í af öðrum köttum. Sérfræðingar segja að kötturinn Twiglet, 12 ára, þurfi einnig skapofsameðferð, en í reiði sinni bítur hann eigandann reglulega.

Og hinn stutthærði, gráleiti Twiglet bætir á sig kílóum, af því að hann er of skelkaður til að fara út. Hann er orðinn rúm sjö kíló, en meðalþyngd katta eru fimm kíló.

Þegar Jackie Martin eigandi kisu fór með hana til dýralæknis í Brighton, var honum sagt að Twiglet ætti við kvíðaeinkenni að stríða vegna eineltis annarra katta.

Kettinum var uppáskrifað þunglyndislyfið amitriptyline, sem er ekki ólíkt Prozac, en Jackie sagði Sky fréttastofunni að Twiglet væri of ofsafenginn til að hægt væri að þvinga pillurnar ofan í hann.

Sérfræðingar í dýrahegðun sega að Twiglet gæti þurft sálfræðimeðferð ef lyfin virka ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×