Netsvikarar stela úr Nordea-bankanum 20. janúar 2007 10:00 Rússneskum netþrjótum hefur þekkist af stela jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna af reikningum viðskiptavina sænska bankans Nordea, einum stærsta banka á Norðurlöndunum. Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins, þar af 100 sem aðilar sem tengjast því í Svíþjóð. Viðskiptablaðið Business Week segir þrjótana hafa sent viðskiptavinum bankans póst sem leit út fyrir að vera frá bankanum. Í póstinum var hlekkur og sagt ef smellt yrði á hann myndu viðskiptavinirnir hala niður þjófavörn, sem bankinn hefði komið sér upp. Í staðinn höluðu viðskiptavinirnir niður hugbúnaði, sem afritaði lykilorð viðskiptavinanna inn á netreikning þeirra í bankanum. Viðskiptavinir Nordea-bankans hafa nokkrum sinnum orðið fyrir barðinu á svikurum í þessum geira. Fyrstu svikin munu hafa átt sér stað í ágúst í fyrra og önnur um mánuði síðar. Um 250 viðskiptavinir Nordea-bankans munu hafa lent í svikurunum frá því í ágúst en svikararnir hafa haft jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu á þeim tíma, að sögn blaðsins. Talsmaður bankans segir bankann hafa bætt viðskiptavinum skaðann að fullu og bendir á að sænsku lögreglunni hafi tekist að rekja slóð svikapóstanna til Rússlands og handtekið fjölda manns, þar af rúmlega 100 í Svíþjóð, vegna málsins. Að sögn talsmannsins eru netsvik sem þessi tíð og leiti bankinn allra leiða til að auka öryggi í netbankaviðskiptum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rússneskum netþrjótum hefur þekkist af stela jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna af reikningum viðskiptavina sænska bankans Nordea, einum stærsta banka á Norðurlöndunum. Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins, þar af 100 sem aðilar sem tengjast því í Svíþjóð. Viðskiptablaðið Business Week segir þrjótana hafa sent viðskiptavinum bankans póst sem leit út fyrir að vera frá bankanum. Í póstinum var hlekkur og sagt ef smellt yrði á hann myndu viðskiptavinirnir hala niður þjófavörn, sem bankinn hefði komið sér upp. Í staðinn höluðu viðskiptavinirnir niður hugbúnaði, sem afritaði lykilorð viðskiptavinanna inn á netreikning þeirra í bankanum. Viðskiptavinir Nordea-bankans hafa nokkrum sinnum orðið fyrir barðinu á svikurum í þessum geira. Fyrstu svikin munu hafa átt sér stað í ágúst í fyrra og önnur um mánuði síðar. Um 250 viðskiptavinir Nordea-bankans munu hafa lent í svikurunum frá því í ágúst en svikararnir hafa haft jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu á þeim tíma, að sögn blaðsins. Talsmaður bankans segir bankann hafa bætt viðskiptavinum skaðann að fullu og bendir á að sænsku lögreglunni hafi tekist að rekja slóð svikapóstanna til Rússlands og handtekið fjölda manns, þar af rúmlega 100 í Svíþjóð, vegna málsins. Að sögn talsmannsins eru netsvik sem þessi tíð og leiti bankinn allra leiða til að auka öryggi í netbankaviðskiptum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira