Erlent

Olíuverð lækkar allstaðar nema á Íslandi

Olíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og góðar veðurhorfur á þeim landssvæðum, þar sem mest er notað af olíu til húshitunar, benda til þess að að hún kunni enn að lækka.

Ekkert bólar þó á bensínlækkun hér á landi þótt FÍB og fleiri, hafi fyrir nokkru talið vera komið svigrúm til að minnstakosti tveggja krónu  lækkunar. Sé það rétt eru íslensku olíufélögin að nota verðlækkunina á heimsmarkaði til að hækka álagningu sína hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×