Innlent

Allt að 90 prósenta verðmunur a nikótínlyfjum

MYND/E.Ól.

Allt að nítíu prósenta munur var á hæsta og lægsta verði á nikótínlyfjum samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin gerðu í ellefu apótekum þann 25. janúar. Alls könnuðu samtöki verð á 39 vörutegundum og reyndist Skipholtsapótek alla jafna með lægsta verðið. Hæst var verðið hins vegar í Lyfjavali, Lyfju og Laugarnesapóteki.

Þá reyndist verðmunurinn að meðaltali um 46 prósent. Neytendasamtökin benda á að víða séu tilboð á nikótínlyfjum en við könnunina kom í ljós að stundum gleymdist að gefa upp verð með afslætti.

Samtökin benda enn fremur á að vöruúrval á nikótínlyfjum sé mikið hér á landi og geta neytendur valið á milli nikótínplástra í mismunandi styrkleikum, munnsogstauta, innsogslyfja, nefúða og tungurótartaflna. Auk þess er mikið úrval af nikótíntyggjói í fjölmörgum bragðtegundum og í mistórum pakkningum, eins og segir á vef Neytendasamtakanna.

Niðurstöðurnar má sjá í heild í Excel-skjali á vef Neytendasamtakanna

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×