Körfubolti

Wilkens hættur hjá Seattle

Lenny Wilkens á að baki 1322 sigurleiki sem þjálfari
Lenny Wilkens á að baki 1322 sigurleiki sem þjálfari NordicPhotos/GettyImages
Fyrrum körfuboltaþjálfarinn Lenny Wilkens hefur sagt af sér varastjórnarformennsku hjá Seattle Supersonics í NBA deildinni, daginn eftir að P.J. Carlesimo var ráðinn sem þjálfari liðsins. Wilkens á að baki fleiri sigra en nokkur annar þjálfari í sögu NBA deildarinnar, en hefur verið á skrifstofunni undanfarin ár. Gríðarleg uppstokkun hefur verið í gangi í Seattle á síðustu vikum, en almennt er álitið að liðið fari frá borginni eftir komandi leiktíð í NBA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×