Nýliðarnir ryðgaðir í byrjun 7. júlí 2007 13:30 Kevin Durant náði sér ekki á strik í fyrsta NBA leiknum sínum frekar en félagi hans Greg Oden NordicPhotos/GettyImages Nýliðarnir Greg Oden hjá Portland og Kevin Durant hjá Seattle voru boðnir velkomnir í NBA deildina á dögunum þegar þeir spiluðu sína fyrstu leiki í sumardeildinni. Oden og Durant voru valdir númer 1 og 2 í nýliðavalinu um daginn og eru miklar vonir bundnar við þá á næstu árum. Báðir fengu þeir fljótt að kynnast því að lífið í NBA er allt annað en háskólaboltinn þegar þeir léku með liðum sínum fyrir helgina. Oden var valinn númer eitt af Portland á dögunum en hann átti óeftirminnilega frumraun þegar lið hans tapaði 74-66 fyrir Boston í Las Vegas. Oden fékk 10 villur, tapaði fjórum boltum og skoraði aðeins 6 stig. Menn mega fá 10 villur áður en þeir eru sendir af velli í sumardeildinni, en Oden setti tóninn með því að fá þrjár villur á fyrstu þremur mínútunum í leiknum. "Ég spilaði ekki of vel. Ég spilaði ekki af nógu miklum krafti og ef menn gerra það ekki - vinna menn ekki leiki," sagði Oden og bætti við að dómgæslan væri eitthvað sem hann þyrfti klárlega að venjast í NBA deildinni. Ekki gekk Kevin Durant hjá Seattle mikil betur í frumraun sinni með liðinu þegar það tapaði 77-66 fyrir Dallas Mavericks. Durant klikkaði á fyrstu fimm skotum sínum utan af velli en skoraði reyndar 18 stig. Megnið af þeim kom reyndar af vítalínunni því hann hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum í leiknum. Hann hirti aðeins eitt frákast og gaf enga stoðsendingu. "Það var gott að komast í keppni á ný. Ég var stressaður fyrir leikinn, en ég var það fyrir alla leiki í háskóla hvort sem var. Maður getur nú ekki hitt úr öllum skotum," sagði nýliðinn. Seattle og Portland mætast síðar í þessum mánuði í sumardeildinni og bíða margir spenntir eftir að sjá hvernig þeim Oden og Durant á eftir að ganga gegn hvor öðrum, en þeir verða líklega bornir saman það sem eftir er ferilsins eftir að Seattle og Portland gerðu upp á milli þeirra í nýliðavalinu árið 2007. NBA Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Nýliðarnir Greg Oden hjá Portland og Kevin Durant hjá Seattle voru boðnir velkomnir í NBA deildina á dögunum þegar þeir spiluðu sína fyrstu leiki í sumardeildinni. Oden og Durant voru valdir númer 1 og 2 í nýliðavalinu um daginn og eru miklar vonir bundnar við þá á næstu árum. Báðir fengu þeir fljótt að kynnast því að lífið í NBA er allt annað en háskólaboltinn þegar þeir léku með liðum sínum fyrir helgina. Oden var valinn númer eitt af Portland á dögunum en hann átti óeftirminnilega frumraun þegar lið hans tapaði 74-66 fyrir Boston í Las Vegas. Oden fékk 10 villur, tapaði fjórum boltum og skoraði aðeins 6 stig. Menn mega fá 10 villur áður en þeir eru sendir af velli í sumardeildinni, en Oden setti tóninn með því að fá þrjár villur á fyrstu þremur mínútunum í leiknum. "Ég spilaði ekki of vel. Ég spilaði ekki af nógu miklum krafti og ef menn gerra það ekki - vinna menn ekki leiki," sagði Oden og bætti við að dómgæslan væri eitthvað sem hann þyrfti klárlega að venjast í NBA deildinni. Ekki gekk Kevin Durant hjá Seattle mikil betur í frumraun sinni með liðinu þegar það tapaði 77-66 fyrir Dallas Mavericks. Durant klikkaði á fyrstu fimm skotum sínum utan af velli en skoraði reyndar 18 stig. Megnið af þeim kom reyndar af vítalínunni því hann hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum í leiknum. Hann hirti aðeins eitt frákast og gaf enga stoðsendingu. "Það var gott að komast í keppni á ný. Ég var stressaður fyrir leikinn, en ég var það fyrir alla leiki í háskóla hvort sem var. Maður getur nú ekki hitt úr öllum skotum," sagði nýliðinn. Seattle og Portland mætast síðar í þessum mánuði í sumardeildinni og bíða margir spenntir eftir að sjá hvernig þeim Oden og Durant á eftir að ganga gegn hvor öðrum, en þeir verða líklega bornir saman það sem eftir er ferilsins eftir að Seattle og Portland gerðu upp á milli þeirra í nýliðavalinu árið 2007.
NBA Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira