Dell snýr aftur til Dell 1. febrúar 2007 11:27 Michael Dell. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvurisanum Dell hefur hækkað um 5 prósent á hlutabréfamörkuðum vestanhafs í kjölfar frétta þess efnis að Michael Dell, stofnandi fyrirtækisins, hygðist setjast í forstjórastólinn á nýjan leik. Dell stofnaði fyrirtækið á háskólaárum sínum árið 1984 og var forstjóri fyrirtækisins til 2004 þegar hann gerðist stjórnarformaður. Ástæðan fyrir því að Dell tekur við forstjórastólinum á nýjan leik er sú að fyrirtækið hefur sent frá sér neikvæða afkomuviðvörun vegna slælegrar afkomu fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2006. Gert er ráð fyrir að afkoma fyrirtækisins verði nokkuð undir væntingum markaðsaðila. Þá hafa fjármálayfirvöld skoðað í bækur Dell en grunur leikur á að skekkja sé í bókhaldi Dell. Vegna þessa hefur Kevin Rollins, forstjóri Dell, sagt upp störfum. Michael Dell mun eftir sem áður starfa sem stjórnarformaður þótt hann gegni forstjórastöðu fyrirtæksins. Greinendur segja stöðuna slæma og benda á að Dell verði að spýta í lófana eigi honum að takast að laga til í rekstrinum og hindra að Hewlett-Packard, helsti keppinautur fyrirtækisins, geti nýtt sér tækifærið og saxað á markaðshlutdeildina. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvurisanum Dell hefur hækkað um 5 prósent á hlutabréfamörkuðum vestanhafs í kjölfar frétta þess efnis að Michael Dell, stofnandi fyrirtækisins, hygðist setjast í forstjórastólinn á nýjan leik. Dell stofnaði fyrirtækið á háskólaárum sínum árið 1984 og var forstjóri fyrirtækisins til 2004 þegar hann gerðist stjórnarformaður. Ástæðan fyrir því að Dell tekur við forstjórastólinum á nýjan leik er sú að fyrirtækið hefur sent frá sér neikvæða afkomuviðvörun vegna slælegrar afkomu fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2006. Gert er ráð fyrir að afkoma fyrirtækisins verði nokkuð undir væntingum markaðsaðila. Þá hafa fjármálayfirvöld skoðað í bækur Dell en grunur leikur á að skekkja sé í bókhaldi Dell. Vegna þessa hefur Kevin Rollins, forstjóri Dell, sagt upp störfum. Michael Dell mun eftir sem áður starfa sem stjórnarformaður þótt hann gegni forstjórastöðu fyrirtæksins. Greinendur segja stöðuna slæma og benda á að Dell verði að spýta í lófana eigi honum að takast að laga til í rekstrinum og hindra að Hewlett-Packard, helsti keppinautur fyrirtækisins, geti nýtt sér tækifærið og saxað á markaðshlutdeildina.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira