Viðskipti erlent

Rothschild látinn

Guy de Rothschild lést í vikunni. Hann var áhugamaður um hrossarækt og kappreiðar.
Guy de Rothschild lést í vikunni. Hann var áhugamaður um hrossarækt og kappreiðar. Fréttablaðið/AFP

Guy de Rothschild, höfuð samnefnds fjármálaveldis, lést á þriðjudag, rúmlega 98 ára að aldri.

Guy var afkomandi Mayers Amschel Rothschild, sem stofnaði Rothschild-bankann undir lok 18. aldar. Bankinn byggði auð sinn upp á stríðsrekstri gegn Napóleón. Bankinn stækkaði ört og var í byrjun 20. aldar orðinn ein af stærstu fjármálastofnunum heims.

Bankinn lenti tvívegis í hremmingum í tíð Guys; í fyrra skiptið þegar fasistastjórn Frakklands neyddi fjölskylduna til að selja eignir sínar í seinni heimsstyrjöldinni. Í hitt skiptið þegar hann var þjóðnýttur árið 1981. Við þjóðnýtinguna reiddist Guy mjög og sakaði stjórnvöld um gyðingahatur.

Guy Rothschild var tvígiftur og skilur eftir sig tvo syni, einn úr hvoru hjónabandi. Annar sonanna, David, tók við bankastarfsemi fjölskyldunnar árið 1987 og byggði veldið upp undir nafninu Rothschild & Cie Banque.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×