Rafmögnuð spenna í vesturbænum 9. desember 2007 21:34 Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik. Joshua Helm var atkvæðamestur í liði KR í leiknum með 29 stig en þeir Jonathan Griffin (28) og Páll Axel Vilbergsson (29) voru bestir hjá Grindavík. Fannar Ólafsson fór mikinn í liði KR á lokamínútunum og skoraði þar tvær stórar körfur, en taugar heimamanna héldu á æsilegum lokasprettinum þar sem Grindvíkingar misstu Griffin af velli með sína fimmtu villu á nokkuð umdeildan hátt. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur við dóminn sem kostaði Griffin fimmtu villuna, en hann var búinn að vera sjóðandi heitur hjá gestunum á lokakaflanum. Leikurinn í kvöld var hágæðaskemmtun, hraður og fjörugur eins og tölurnar bera með sér - og í raun synd að annað þessara liða skuli vera úr leik í strax í 16-liða úrslitum. Þór Þorlákshöfn tryggði sér fyrr í dag sæti í 8-liða úrslitum með því að rótbursta Hött 106-67 á heimavelli . Keflavík komst áfram með því að leggja Tindastól 105-94 fyrir norðan. Bobby Walker skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Keflavík og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 24 stig og nýtti öll 11 skot sín í leiknum. Ísak Einarsson skoraði 19 fyrir Stólana. ÍR gerði góða ferð í Hveragerði og lagði Hamar 81-74 þar sem Sveinbjörn Claesen skoraði 22 stig fyrir ÍR en George Byrd var með 23 stig og 21 frákast fyrir Hamar. Loks tryggði Njarðvík sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með nokkuð öruggum sigri á Stjörnunni í Garðabæ 104-86. Damon Bailey skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Njarðvík og Dimitar Karadzovski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Fannar Helgason var með 18 stig og 19 fráköst. Þór Þorlákshöfn, Keflavík, Fjölnir, KR, Snæfell, ÍR, Njarðvík og Skallagrímur eru komin áfram og verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Nánari umfjöllun um leiki KR-Grindavík og Stjarnan-Njarðvík verður hér á Vísi snemma í fyrramálið. Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sjá meira
Nú er orðið ljóst hvaða lið komust í 8-liða úrslit í Lýsingarbikar karla í körfubolta. Leikur umferðarinnar var án nokkurs vafa í DHL-höllinni þar sem KR vann 104-103 sigur á Grindavík í rafmögnuðum spennuleik. Joshua Helm var atkvæðamestur í liði KR í leiknum með 29 stig en þeir Jonathan Griffin (28) og Páll Axel Vilbergsson (29) voru bestir hjá Grindavík. Fannar Ólafsson fór mikinn í liði KR á lokamínútunum og skoraði þar tvær stórar körfur, en taugar heimamanna héldu á æsilegum lokasprettinum þar sem Grindvíkingar misstu Griffin af velli með sína fimmtu villu á nokkuð umdeildan hátt. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga var afar ósáttur við dóminn sem kostaði Griffin fimmtu villuna, en hann var búinn að vera sjóðandi heitur hjá gestunum á lokakaflanum. Leikurinn í kvöld var hágæðaskemmtun, hraður og fjörugur eins og tölurnar bera með sér - og í raun synd að annað þessara liða skuli vera úr leik í strax í 16-liða úrslitum. Þór Þorlákshöfn tryggði sér fyrr í dag sæti í 8-liða úrslitum með því að rótbursta Hött 106-67 á heimavelli . Keflavík komst áfram með því að leggja Tindastól 105-94 fyrir norðan. Bobby Walker skoraði 28 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Keflavík og Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 24 stig og nýtti öll 11 skot sín í leiknum. Ísak Einarsson skoraði 19 fyrir Stólana. ÍR gerði góða ferð í Hveragerði og lagði Hamar 81-74 þar sem Sveinbjörn Claesen skoraði 22 stig fyrir ÍR en George Byrd var með 23 stig og 21 frákast fyrir Hamar. Loks tryggði Njarðvík sér áframhaldandi þáttöku í keppninni með nokkuð öruggum sigri á Stjörnunni í Garðabæ 104-86. Damon Bailey skoraði 31 stig og hirti 8 fráköst fyrir Njarðvík og Dimitar Karadzovski skoraði 22 stig fyrir Stjörnuna og Fannar Helgason var með 18 stig og 19 fráköst. Þór Þorlákshöfn, Keflavík, Fjölnir, KR, Snæfell, ÍR, Njarðvík og Skallagrímur eru komin áfram og verða í skálinni þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Nánari umfjöllun um leiki KR-Grindavík og Stjarnan-Njarðvík verður hér á Vísi snemma í fyrramálið.
Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Sjá meira