LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast 23. júní 2007 09:46 Við bresku kauphöllina í Lundúnum. Mynd/AFP Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur um 5,8 milljörðum evra, rúmlega 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. Kauphallir víða um heim hafa leitast eftir samruna og samstarfi með einum eða öðrum hætti með það fyrir augum að lækka kostnað og opna fyrirtækjum og fjárfestum nýja möguleika. Horft er til þess að með samrunanum sparist allt að 29 milljónir evra, 2,4 milljarðar króna, á næstu þremur árum. Ítalska kauphöllin, sem meðal annars rekur kauphöllina í Mílanó, var í sigti erlendra kauphalla en bæði hin nýsameinaða kauphallarsamstæða NYSE Euronext, sem samanstendur af kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext, vildi kaupa kauphöllina á Ítalíu í fyrra. Sama máli gegnir um þýsku kauphöllina í Frankfurt. Öllum tilboðum var hins vegar vísað út af borðinu. Forstjóri yfir báðum kauphöllum verður Clara Furse, forstjóri bresku kauphallarinnar, en hún barðist harkalega gegn yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á LSE á síðasta ári. Nasdaq tryggði sér hins vegar 30 prósenta hlut í LSE og hefur verið haft eftir forstjóra markaðarins, að hann muni standa í vegi fyrir öllum samrunatilraunum LSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, jafnvirði um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur um 5,8 milljörðum evra, rúmlega 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur. Kauphallir víða um heim hafa leitast eftir samruna og samstarfi með einum eða öðrum hætti með það fyrir augum að lækka kostnað og opna fyrirtækjum og fjárfestum nýja möguleika. Horft er til þess að með samrunanum sparist allt að 29 milljónir evra, 2,4 milljarðar króna, á næstu þremur árum. Ítalska kauphöllin, sem meðal annars rekur kauphöllina í Mílanó, var í sigti erlendra kauphalla en bæði hin nýsameinaða kauphallarsamstæða NYSE Euronext, sem samanstendur af kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum og samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext, vildi kaupa kauphöllina á Ítalíu í fyrra. Sama máli gegnir um þýsku kauphöllina í Frankfurt. Öllum tilboðum var hins vegar vísað út af borðinu. Forstjóri yfir báðum kauphöllum verður Clara Furse, forstjóri bresku kauphallarinnar, en hún barðist harkalega gegn yfirtöku bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á LSE á síðasta ári. Nasdaq tryggði sér hins vegar 30 prósenta hlut í LSE og hefur verið haft eftir forstjóra markaðarins, að hann muni standa í vegi fyrir öllum samrunatilraunum LSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira