Króatar mæta ógnarsterkir til Þýskalands, með lið sem hefur leikið til verðlauna á síðustu fimm stórmótum. Þeir hljóta að teljast með allra sigurstranglegustu liðum. Í röðum Króatanna má finna leikmenn á borð við Mirza Dzomba og Petar Metlicic sem báðir leika með Ólafi Stefánssyni hjá Ciudad Real og leikstjórnandann Ivano Balic sem einmitt reyndist Íslendingum óþægur ljár í þúfu á Evrópumótinu fyrir ári. Það þarf stórslys til að Króatar komist ekki langt í þessari keppni.
Um landið
Stærð: 56 542 km²
Fjöldi íbúa: 4 445 000
Höfuðborg: Zagreb
Tungumál: Króatíska
Gjaldmiðill: Kuna
Handknattleikssamband
Stofnað: 1990
Meðlimir í IHF síðan: 1992
Heimasíða: www.hrs.hr
Forseti: Zeljko Kavran
Þjálfari: Lino Cervar
Mikilvægustu leikmenn: Ivano Balic, Mirza Dzomba, Blazenko Lackovic, Vlado Sola
Fyrri árangur á HM
1995 Ísland 2. sæti
1997 Japan 13. sæti
1999 Egyptaland 10. sæti
2001 Frakkland 9. sæti
2003 Portúgal 1. sæti
2005 Túnis 2. sæti
Árangur á öðrum stórmótum
1994 Portúgal 3. sæti Evrópumót
1996 Atlanta 1. sæti Ólympíuleikar
2004 Aþena 1. sæti Ólympíuleikar
2004 Slóvenía 4. sæti Evrópumót
2006 Sviss 4. sæti Evrópumót

