Toyota á Íslandi kaupir stærsta Toyotaumboð Danmerkur 12. júlí 2007 14:21 M. Kristinsson Danmark A/S, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar eiganda Toyota á Íslandi, hefur fest kaup á danska fyrirtækinu Krogsgaard Jensen, stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Magnús Kristinsson og Kresten Krogsgaard-Jensen, undirrituðu samninga þessa efnis í dag, að því er segir í tilkynningu um kaupin. Krogsgaard-Jensen er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur selt Dönum bíla í þrjár kynslóðir og státar af 5 glæsilegum útsölustöðum og þjónustustöðvum á Kaupmannahafnarsvæðinu. Krogsgaard-Jensen er því stærst og umsvifamest af þeim 30 fyrirtækjum sem selja Toyota bifreiðar í Danmörku á alls 70 stöðum um land allt. Velta fyrirtækisins nam um 5 milljörðum íslenskra króna í fyrra og eru starfsmenn um 130 talsins. Krogsgaard-Jenssen seldi um 1.560 nýja bíla í fyrra sem er um 8% af nýskráðum Toyota bifreiðum í Danmörku. Til samanburðar má geta þess að Toyota á Íslandi seldi 5.285 nýja bíla á síðasta ári. Magnús Kristinsson, eigandi Toyota á Íslandi, segir meginhugmyndina með útrás Toyota felast í því að gera það í Danmörku sem hafi gengið vel á Íslandi. „Toyota nýtur fádæma vinsælda á Íslandi og eigum við reyndar Evrópumetið því nánast fjórði hver nýr bíll á Íslandi er Toyota. Hlutfallið er öllu lægra í Danmörku en þar er aðeins einn af hverjum tíu bílum frá Toyota. Við sjáum því mörg spennandi tækifæri hér ytra til að nýta þá þekkingu og reynslu sem hefur skapast hjá Toyota á Íslandi." M. Kristinsson Danmark A/S eignast 80% í danska fyrirtækinu og fylgja sýningarsalir, verkstæði, og lagerar með í kaupunum. Þá mun fyrirtæki Magnúsar eignast 100% í fasteignafélagi KKJ Ejendommen, og fasteignum sem eru í eigu Krogsgaard Holding. Helstu stjórnendur munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Kaupverðið er trúnaðarmál. Straumur Danmark hafði milligöngu um viðskiptin og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
M. Kristinsson Danmark A/S, sem er í eigu Magnúsar Kristinssonar eiganda Toyota á Íslandi, hefur fest kaup á danska fyrirtækinu Krogsgaard Jensen, stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Magnús Kristinsson og Kresten Krogsgaard-Jensen, undirrituðu samninga þessa efnis í dag, að því er segir í tilkynningu um kaupin. Krogsgaard-Jensen er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur selt Dönum bíla í þrjár kynslóðir og státar af 5 glæsilegum útsölustöðum og þjónustustöðvum á Kaupmannahafnarsvæðinu. Krogsgaard-Jensen er því stærst og umsvifamest af þeim 30 fyrirtækjum sem selja Toyota bifreiðar í Danmörku á alls 70 stöðum um land allt. Velta fyrirtækisins nam um 5 milljörðum íslenskra króna í fyrra og eru starfsmenn um 130 talsins. Krogsgaard-Jenssen seldi um 1.560 nýja bíla í fyrra sem er um 8% af nýskráðum Toyota bifreiðum í Danmörku. Til samanburðar má geta þess að Toyota á Íslandi seldi 5.285 nýja bíla á síðasta ári. Magnús Kristinsson, eigandi Toyota á Íslandi, segir meginhugmyndina með útrás Toyota felast í því að gera það í Danmörku sem hafi gengið vel á Íslandi. „Toyota nýtur fádæma vinsælda á Íslandi og eigum við reyndar Evrópumetið því nánast fjórði hver nýr bíll á Íslandi er Toyota. Hlutfallið er öllu lægra í Danmörku en þar er aðeins einn af hverjum tíu bílum frá Toyota. Við sjáum því mörg spennandi tækifæri hér ytra til að nýta þá þekkingu og reynslu sem hefur skapast hjá Toyota á Íslandi." M. Kristinsson Danmark A/S eignast 80% í danska fyrirtækinu og fylgja sýningarsalir, verkstæði, og lagerar með í kaupunum. Þá mun fyrirtæki Magnúsar eignast 100% í fasteignafélagi KKJ Ejendommen, og fasteignum sem eru í eigu Krogsgaard Holding. Helstu stjórnendur munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Kaupverðið er trúnaðarmál. Straumur Danmark hafði milligöngu um viðskiptin og Landsbanki Íslands sá um fjármögnun.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira