John Thain í forstjórastól Merrill Lynch 14. nóvember 2007 18:52 John Thain, forstjóri bandarísk-evrópsku kauphallarsamstæðunnar NYSE Euronext, en talið er líklegt að hann verði nefndur til sögunnar sem næsti forstjóri Merrill Lynch í kvöld. Mynd/AFP Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Bandaríska dagblaðið New York Post segir líkur á að tilkynning þessa efnis liggi fyrir um níuleytið, eða á svipuðum tíma og viðskiptadeginum lýkur í Bandaríkjunum í kvöld. Merrill Lynch kom afar illa út úr fjármálakrísunni sem riðið hefur yfir alþjóðlega fjármálamarkaði upp á síðkastið og tapaði jafnvirði 140 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er fyrsta tap bankans í sex ár sem að mestu leyti er tilkomið vegna afskrifta í tengslum við fasteignalán bankans. Slæm afkoma bankans leiddi til þess að Stan O'Neal, fyrrum forstjóri bankans, varð að taka poka sinn í lok síðasta mánaðar.Gangi þetta eftir þykir Duncan Niederauer, næstráðandi Thains, líklegasti eftirmaðurinn í forstjórastól NYSE Euronext, að sögn New York Post. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch. Bandaríska dagblaðið New York Post segir líkur á að tilkynning þessa efnis liggi fyrir um níuleytið, eða á svipuðum tíma og viðskiptadeginum lýkur í Bandaríkjunum í kvöld. Merrill Lynch kom afar illa út úr fjármálakrísunni sem riðið hefur yfir alþjóðlega fjármálamarkaði upp á síðkastið og tapaði jafnvirði 140 milljörðum íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er fyrsta tap bankans í sex ár sem að mestu leyti er tilkomið vegna afskrifta í tengslum við fasteignalán bankans. Slæm afkoma bankans leiddi til þess að Stan O'Neal, fyrrum forstjóri bankans, varð að taka poka sinn í lok síðasta mánaðar.Gangi þetta eftir þykir Duncan Niederauer, næstráðandi Thains, líklegasti eftirmaðurinn í forstjórastól NYSE Euronext, að sögn New York Post.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira