Lífið

Birtney sætir rannsókn vegna vanrækslu

MYND/Getty

Rannsókn er hafin á foreldrahæfni Britney Spears en tilkynning hefur borist barnaverndaryfirvöldum um að hún vanræki syni sína þá Sean Preston og Jayden James. Efni tilkynningarinnar er meðal annars slæm tannhirða drengjanna og óregla á svefn- og matarvenjum þeirra. Tilkynningin barst í gær og leiða menn líkur að því að hún komi frá Kevin Federline sem Britney á í forræðisdeilu við.

Britney og Kevin voru ekki viðstödd þegar efni tilkynningarinnar var borið upp í gær en lögfræðingur Britneyar, Dennis Wassler, mætti lögfræðingi Kevins, Mark Kaplan.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem barnaverndaryfirvöld hafa afskipti af söngkonunni en í apríl á síðasta ári heimsóttu þau hana á heimili hennar í Malibu eftir að myndir af henni náðust þar sem hún keyrði um með yngri drenginn í kjöltunni.

Þrátt fyrir allt stundar Britney næturlífið af kappi og hefur ósjaldan komist í fjölmiðla fyrir miður æskilega hegðun sem getur tæpast orðið henni til framdráttar í miðri forræðisdeilu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.