Stjarnan úr leik

Kvennalið Stjörnunnar er úr leik í EHF keppninni í handbolta eftir 30-29 tap fyrir franska liðinu Mios í síðari leik liðanna í Mýrinni í Garðabæ. Franska liðið vann fyrri leikinn líka með einu marki. Rakel Dögg Bragadóttir var atkvæðamest hjá Stjörnunni með 12 mörk, þar af 8 úr vítum og Björk Gunnarsdóttir skoraði 6 mörk.