Montgomerie vill verða fyrirliði Evrópuliðsins 29. janúar 2007 14:30 Colin Montgomerie er einna þekktastur fyrir að vera einn allra besti kylfingur í heimi sem enn hefur ekki unnið stórmót. MYND/Getty Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur sett sér það markmið að verða fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni um Ryder-bikarinn árið 2010. Fari svo að honum takist ekki ætlunarverk sitt mun Montgomerie freista þess að hljóta nafnbótina árið 2014, en þá fer keppnin fram í heimalandi hans. Montgomerie greindi frá þessu í samtali við breska fjölmiðla í gær þegar hann var spurður út hvers hann vænti af Nick Faldo sem fyrirliða Evrópuliðsins í næstu keppni, en hún fer fram árið 2008. "Nick verður frábær. Hann býr yfir ótrúlegri reynslu og hefur spilað oftar í Ryder-keppninni en nokkur annar. Vonandi verð ég í liðinu hans á næsta ári og vonandi verð ég síðan fyrirliði í næstu keppni þar á eftir," sagði Montgomerie og kom bresku fjölmiðlamönnunum í opna skjöldu með ummælum sínum. "Það er ekkert launungarmál að ég stefni á að verða fyrirliði Evrópuliðsins. Ef ekki 2010 þá væri Gleneagles (2014) fín keppni til að leiða Evrópuliðið," sagði Montgomerie, en sá völlur er einmitt í Skotlandi. Golf Íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Skoski kylfingurinn Colin Montgomerie hefur sett sér það markmið að verða fyrirliði Evrópuliðsins í keppninni um Ryder-bikarinn árið 2010. Fari svo að honum takist ekki ætlunarverk sitt mun Montgomerie freista þess að hljóta nafnbótina árið 2014, en þá fer keppnin fram í heimalandi hans. Montgomerie greindi frá þessu í samtali við breska fjölmiðla í gær þegar hann var spurður út hvers hann vænti af Nick Faldo sem fyrirliða Evrópuliðsins í næstu keppni, en hún fer fram árið 2008. "Nick verður frábær. Hann býr yfir ótrúlegri reynslu og hefur spilað oftar í Ryder-keppninni en nokkur annar. Vonandi verð ég í liðinu hans á næsta ári og vonandi verð ég síðan fyrirliði í næstu keppni þar á eftir," sagði Montgomerie og kom bresku fjölmiðlamönnunum í opna skjöldu með ummælum sínum. "Það er ekkert launungarmál að ég stefni á að verða fyrirliði Evrópuliðsins. Ef ekki 2010 þá væri Gleneagles (2014) fín keppni til að leiða Evrópuliðið," sagði Montgomerie, en sá völlur er einmitt í Skotlandi.
Golf Íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira