Alonso segir bílinn ekki tilbúinn 9. febrúar 2007 15:32 Fernando Alonso er ekki nógu ánægður með McLaren bílinn. MYND/Getty Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. "Bíllinn er langt frá því að vera tilbúinn fyrir fyrsta mót ársins og tíminn flýgur. Það er ljóst að hann verður ekki tilbúinn þegar tímabilið hefst í Ástralíu," sagði Alonso, en þar fer fyrsta mót tímabilsins fram þann 18. mars nk. "Bíllinn hefur verið mjög hraður á æfingum en ég tel að hann sé ekki orðinn nægilega góður til að skila liðinu efsta sæti í keppnum. Hann er einfaldlega ekki tilbúinn," segir Alonso. Spurður um hvaða lið hann telur muni verða helstu keppinautar McLaren á þessu ári sagðist Alonso ekki geta gert upp á milli nokkurra liða. "Ferrari lítur vel út og ég býst við því að Renault byrji tímabilið vel eins og venjulega. BMW gæti orðið spútniklið ársins og jafnvel blandað sér í toppbaráttuna. Ég held að Honda muni ekki ganga eins vel og bjartsýnin þar á bæ gefur til kynna," sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. "Bíllinn er langt frá því að vera tilbúinn fyrir fyrsta mót ársins og tíminn flýgur. Það er ljóst að hann verður ekki tilbúinn þegar tímabilið hefst í Ástralíu," sagði Alonso, en þar fer fyrsta mót tímabilsins fram þann 18. mars nk. "Bíllinn hefur verið mjög hraður á æfingum en ég tel að hann sé ekki orðinn nægilega góður til að skila liðinu efsta sæti í keppnum. Hann er einfaldlega ekki tilbúinn," segir Alonso. Spurður um hvaða lið hann telur muni verða helstu keppinautar McLaren á þessu ári sagðist Alonso ekki geta gert upp á milli nokkurra liða. "Ferrari lítur vel út og ég býst við því að Renault byrji tímabilið vel eins og venjulega. BMW gæti orðið spútniklið ársins og jafnvel blandað sér í toppbaráttuna. Ég held að Honda muni ekki ganga eins vel og bjartsýnin þar á bæ gefur til kynna," sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira