Viðskipti erlent

Hægt að lengja lífið með líffærum

Vísindamönnum hefur tekist að rækta tennur og græða þær í mýs með góðum árangri.
Vísindamönnum hefur tekist að rækta tennur og græða þær í mýs með góðum árangri. MYND/AFP

Hópi vísindamanna við Tókýó-háskóla í Japan hefur tekist að rækta agnarsmáar tennur á rannsóknarstofu og græða þær í tilraunamýs. Fyrstu niðurstöður benda til að tilraunin hafi tekist vel enda hafi tennurnar gróið fastar í músunum og haldið áfram að vaxa líkt og þær væru þeirra eigin. Þetta afrek er talið auka líkurnar á því að hægt verði að rækta heilbrigð líffæri á rannsóknarstofum og græða þau í fólk sem þurfi á slíku að halda.

Fréttastofa Reuters hefur eftir vísindamönnunum að þeir horfi til þess að í framtíðinni verði hægt að rækta upp einstaka líkamshluta og græða þá á fólk sem hafi misst útlim eða líffæri í slysi eða vegna veikinda.

Þá segja vísindamennirnir ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að lengja líf fólks með ígræddum líffærum og útlimum. Sjá þeir fyrir sér að fólk geti orðið 150 ára og jafnvel eldra. Það fari þó allt eftir hverjum og einum en mikilvægast sé að viðkomandi sé heilbrigður í flestu. Heilbrigður lífsstíll stuðli ekki aðeins að því að líkurnar aukist á því að viðkomandi geti lifað betra og lengra lífi heldur verði líkami hans sterkari þegar komi að því að græða í hann ný líffæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×