Enski boltinn

Spáð í spilin: Arsenal - Man. City

Eboue er á meiðslalistanum og leikur ekki með Arsenal í dag.
Eboue er á meiðslalistanum og leikur ekki með Arsenal í dag.

Það verður ansi athyglisverður leikur á Emirates vellinum klukkan 14:00 þegar Arsenal tekur á móti toppliði Manchester City. Arsenal var ekki spáð mjög góðu gengi fyrir tímabilið eftir að hafa selt Thierry Henry til Barcelona í sumar.

Liðið hefur þó farið ágætlega af stað og er með fjögur stig eftir tvo leiki, væru hugsanlega með sex stig ef ekki væri fyrir mistök markvarðarins Jens Lehmann í leiknum gegn Blackburn um síðustu helgi. Manchester City er það lið sem hefur farið besta af stað í deildinni en liðið er með fullt hús, níu stig eftir þrjá leiki.

City sigraði Manchester United um síðustu helgi þar sem varnarmaðurinn ungi Micah Richards sýndi úr hverju hann er gerður. Markvörðurinn Kasper Schmeichel mun sennilega hafa nóg að gera því að Arsenal hefur unnið sextán af síðustu tuttugu viðureignum liðanna.

City hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni og verður fróðlegt að sjá hvort breyting verði á því í dag. Gilberto Silva snýr aftur í leikmannahóp Arsenal en William Gallas og Emmanuel Eboue eru á meiðslalistanum.

Leikmannahópur Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Clichy, Fabregas, Flamini, Hleb, Van Persie, Fabianski, Eduardo, Bendtner, Walcott, Senderos, Traore, Hoyte, Song, Gilberto, Denilson, Rosicky, Adebayor.

Leikmannahópur Manchester City: Schmeichel, Hart, Corluka, Onuoha, Sun, Richards, Dunne, Garrido, Ball, Fernandes, Geovanni, Hamann, Johnson, Ireland, Petrov, Elano, Bianchi, Corradi.

Leikurinn hefst klukkan 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×