Viðskipti erlent

Betri ávöxtun í eðalvínum en gulli og hlutabréfum

Eðalvín hafa reynst mun betri fjárfesting í ár en bæði gull og hlutabréf. Í grein um málið í breska blaðinu The Independent segir að ávöxtunin á eðalvínum frá Bordeaux hafi numið 39% en til samanburðar hækkaði úrvalsvístalan í kauphöllinni í London (FTSE) aðeins um 3,4% og gull hækkaði í verði um 23% á árinu.

Tekið skal fram að fyrrgreind 39% eru meðalávöxtun þeirra eðalvína sem skipa top 100 listann á alþjóðmarkaðinum með eðlavín í London. Sumar tegundir hafa hækkað um allt að 90% á árinu.

Kassi af 2000 árganginum af Lafite Rotchhild, það er 12 flöskur, kostaði um 600 þúsund kr. um síðustu áramót. Í þessum mánuði seldist kassinn á nær 1.200 þúsund kr.

Ástæða fyrir góðum hagnaði á eðalvínunum má einkum rekja til aukinnar eftirspurnar frá löndum á borð við Rússland, Indland og Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×