Toyota framleiðir bíla í Rússlandi Þórir Guðmundsson skrifar 22. desember 2007 12:52 Toyota bílaframleiðandinn hefur opnað bílaverksmiðju í Rússlandi sem ætlunin er að framleiði allt upp í tvö hundruð þúsund bíla á ári. Opnun verksmiðjunnar rétt fyrir utan Sankti Pétursborg þykir vera til marks um þá miklu efnahagslegu velgengni sem einkennir Rússland og trú alþjóðafyrirtækja á að uppgangurinn haldi bara áfram. Lödur og Moskvitsar sjást varla lengur á götum Moskvu - þó að þeir séu enn algengir annars staðar í landinu. Þeim mun meira sést af Toyota Landcruiser bílum, Porcheum og Landróverum. Vladimír Pútín forseti var viðstaddur opnun bílaverksmiðjunnar og sagði að hún væri áfangi í góðum samskiptum Rússa og Japana. Um sex hundruð manns munu starfa við verksmiðjuna. Í upphafi á að framleiða tuttugu þúsund bíla á ári, síðar fimmtíu þúsund og vonir standa til að árleg framleiðsla nái upp í tvö hundruð þúsund bíla. Rússar kaupa nú um tvær milljónir bíla á ári og Pútín segir að stöðug tekjuaukning landsmanna verði til þess að þeir muni í framtíðinni kaupa ennþá fleiri bíla. Ford er þegar með framleiðslu í Sankti Pétursborg, General Motors eru að byggja verksmiðju þar og annars staðar í Rússlandi má finna Renault og Kia bílaverksmiðjur. Hinn mikli efnahagsuppgangur í Rússlandi á ekki síst rætur sínar að rekja til hækkunar olíuverðs á undanförnum árum - sem hefur ýtt mjög undir fjárfestingar í landinu. Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Toyota bílaframleiðandinn hefur opnað bílaverksmiðju í Rússlandi sem ætlunin er að framleiði allt upp í tvö hundruð þúsund bíla á ári. Opnun verksmiðjunnar rétt fyrir utan Sankti Pétursborg þykir vera til marks um þá miklu efnahagslegu velgengni sem einkennir Rússland og trú alþjóðafyrirtækja á að uppgangurinn haldi bara áfram. Lödur og Moskvitsar sjást varla lengur á götum Moskvu - þó að þeir séu enn algengir annars staðar í landinu. Þeim mun meira sést af Toyota Landcruiser bílum, Porcheum og Landróverum. Vladimír Pútín forseti var viðstaddur opnun bílaverksmiðjunnar og sagði að hún væri áfangi í góðum samskiptum Rússa og Japana. Um sex hundruð manns munu starfa við verksmiðjuna. Í upphafi á að framleiða tuttugu þúsund bíla á ári, síðar fimmtíu þúsund og vonir standa til að árleg framleiðsla nái upp í tvö hundruð þúsund bíla. Rússar kaupa nú um tvær milljónir bíla á ári og Pútín segir að stöðug tekjuaukning landsmanna verði til þess að þeir muni í framtíðinni kaupa ennþá fleiri bíla. Ford er þegar með framleiðslu í Sankti Pétursborg, General Motors eru að byggja verksmiðju þar og annars staðar í Rússlandi má finna Renault og Kia bílaverksmiðjur. Hinn mikli efnahagsuppgangur í Rússlandi á ekki síst rætur sínar að rekja til hækkunar olíuverðs á undanförnum árum - sem hefur ýtt mjög undir fjárfestingar í landinu.
Mest lesið Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent