Viðvarandi hagvöxtur 7. febrúar 2007 06:00 Economist | Breska tímaritið gerir hagvöxt á Indlandi að umtalsefni í nýjasta tímariti sínu. Þar segir að efnahagslífið hafi verið í hæstu hæðum sem geri það að verkum að erlendir kaupahéðnar og fjárfestar flykkist til stórborga landsins á borð við Bangalore og Mumbai í von um að ná í sneið af kökunni og ávaxta pund sitt. Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á ársgrundvelli í september í fyrra samanborið við 8,0 prósenta hagvöxt fjögur árin á undan. Þetta er geysistórt stökk fram á við enda bendir tímaritið á að hagvöxtur í landinu hafi ekki verið nema um 3,5 prósent í þrjá áratugi fram til 1980. Og stjórnvöld eru stórhuga, að sögn Economist, enda stefna þau að því að viðhalda rúmlega 9 prósenta hagvexti á ári næstu fimm árin, jafnvel allt til ársins 2020. En aukinn hagvöxtur hefur líka aðrar hliðar því samfara því hefur búum í sveitum landsins fækkað mikið á síðustu misserum í kjölfar þess að Indverjar hafa í auknum mæli flust til þéttbýlisins þar sem laun eru góð og næga vinnu og menntun að finna. Metvöxtur í PóllandiThe Guardian blaðahausar The Guardian blaðahausarGuardian | Breska dagblaðið Guardian bendir á það í vikubyrjun að sprenging hafi orðið á húsnæðismarkaðnum í Póllandi. Svo mikil er hækkunin að hún á fáa sína líka í Evrópu. Íbúðaverð hækkaði um 33 prósent að meðaltali í Póllandi í fyrra.Fasteignaverð hækkaði um 28 prósent í Varsjá en öðru máli gegnir um verð fasteigna í Kraká. Þar virðist sem um sprengingu hafi verið að ræða en verðið rauk upp um heil 58 prósent í fyrra. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis hækkað mikið í Gdansk.Ekkert land í Evrópu skilaði eins snarpri hækkun á milli ára, að sögn Guardian.Helsta ástæðan fyrir þessum miklu hækkunum í landinu eru uppkaup efnaðra Pólverja og erlendra fjárfesta á fasteignum í landinu sem sneru sér þangað í auknum mæli í kjölfar mikilla verðhækkana á fasteignum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auðveldara aðgengi almennings að fjármagni til fasteignakaupa á sömuleiðis hlut að máli. Blaðið bendir samt sem áður á að íbúðamarkaðurinn í Evrópu hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt fasteignaverð og virðist fátt benda til að ætli að draga saman á næstunni. Pólland er þar engin undantekning og má því gera ráð fyrir að verðið haldi áfram að hækka. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Economist | Breska tímaritið gerir hagvöxt á Indlandi að umtalsefni í nýjasta tímariti sínu. Þar segir að efnahagslífið hafi verið í hæstu hæðum sem geri það að verkum að erlendir kaupahéðnar og fjárfestar flykkist til stórborga landsins á borð við Bangalore og Mumbai í von um að ná í sneið af kökunni og ávaxta pund sitt. Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á ársgrundvelli í september í fyrra samanborið við 8,0 prósenta hagvöxt fjögur árin á undan. Þetta er geysistórt stökk fram á við enda bendir tímaritið á að hagvöxtur í landinu hafi ekki verið nema um 3,5 prósent í þrjá áratugi fram til 1980. Og stjórnvöld eru stórhuga, að sögn Economist, enda stefna þau að því að viðhalda rúmlega 9 prósenta hagvexti á ári næstu fimm árin, jafnvel allt til ársins 2020. En aukinn hagvöxtur hefur líka aðrar hliðar því samfara því hefur búum í sveitum landsins fækkað mikið á síðustu misserum í kjölfar þess að Indverjar hafa í auknum mæli flust til þéttbýlisins þar sem laun eru góð og næga vinnu og menntun að finna. Metvöxtur í PóllandiThe Guardian blaðahausar The Guardian blaðahausarGuardian | Breska dagblaðið Guardian bendir á það í vikubyrjun að sprenging hafi orðið á húsnæðismarkaðnum í Póllandi. Svo mikil er hækkunin að hún á fáa sína líka í Evrópu. Íbúðaverð hækkaði um 33 prósent að meðaltali í Póllandi í fyrra.Fasteignaverð hækkaði um 28 prósent í Varsjá en öðru máli gegnir um verð fasteigna í Kraká. Þar virðist sem um sprengingu hafi verið að ræða en verðið rauk upp um heil 58 prósent í fyrra. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis hækkað mikið í Gdansk.Ekkert land í Evrópu skilaði eins snarpri hækkun á milli ára, að sögn Guardian.Helsta ástæðan fyrir þessum miklu hækkunum í landinu eru uppkaup efnaðra Pólverja og erlendra fjárfesta á fasteignum í landinu sem sneru sér þangað í auknum mæli í kjölfar mikilla verðhækkana á fasteignum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auðveldara aðgengi almennings að fjármagni til fasteignakaupa á sömuleiðis hlut að máli. Blaðið bendir samt sem áður á að íbúðamarkaðurinn í Evrópu hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt fasteignaverð og virðist fátt benda til að ætli að draga saman á næstunni. Pólland er þar engin undantekning og má því gera ráð fyrir að verðið haldi áfram að hækka.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira