Viðskipti erlent

Prada til sölu

Innanbúðarmenn sjá fram á mikinn vöxt í tískubransanum á næstu misserum.
Innanbúðarmenn sjá fram á mikinn vöxt í tískubransanum á næstu misserum.

Ítalska tískuhúsið Prada er til sölu fyrir um 250 milljarða íslenskra króna. Tískuhúsið er að mestu í eigu Miuccia Prada og eiginmanns hennar.

Líklegt þykir að fjöldi fjárfestingarfélaga og einstaklinga girnist Prada enda um rótgróið tískumerki að ræða. Miuccia Prada hefur lengi haft áhuga á að skrá fyrirtækið á markað en ekkert hefur orðið úr því enn sem komið er.



Breski milljarðamæringurinn Richard Caring, sem meðal annars á hið víðfræga veitingahús Ivy í Lundúnum, er sagður hafa mikinn áhuga á Prada. Forsvarsmenn fyrirtækisins neita þó sögusögnum um að viðræður séu á lokastigi.



Prada hefur getið sér góðs orðs fyrir einfalda en smekklega hönnun. Mikil eftirspurn er nú eftir glæsiklæðum á Asíumarkaði og sjá innanbúðarmenn fram á mikinn vöxt í tískubransanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×