Rússneskum netþrjótum hefur þekkist af stela jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna af reikningum viðskiptavina sænska bankans Nordea, einum stærsta banka á Norðurlöndunum. Fjöldi manns hefur verið handtekinn vegna málsins, þar af 100 sem aðilar sem tengjast því í Svíþjóð.
Viðskiptablaðið Business Week segir þrjótana hafa sent viðskiptavinum bankans póst sem leit út fyrir að vera frá bankanum. Í póstinum var hlekkur og sagt ef smellt yrði á hann myndu viðskiptavinirnir hala niður þjófavörn, sem bankinn hefði komið sér upp. Í staðinn höluðu viðskiptavinirnir niður hugbúnaði, sem afritaði lykilorð viðskiptavinanna inn á netreikning þeirra í bankanum.
Viðskiptavinir Nordea-bankans hafa nokkrum sinnum orðið fyrir barðinu á svikurum í þessum geira. Fyrstu svikin munu hafa átt sér stað í ágúst í fyrra og önnur um mánuði síðar. Um 250 viðskiptavinir Nordea-bankans munu hafa lent í svikurunum frá því í ágúst en svikararnir hafa haft jafnvirði 72 milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu á þeim tíma, að sögn blaðsins.
Talsmaður bankans segir bankann hafa bætt viðskiptavinum skaðann að fullu og bendir á að sænsku lögreglunni hafi tekist að rekja slóð svikapóstanna til Rússlands og handtekið fjölda manns, þar af rúmlega 100 í Svíþjóð, vegna málsins.
Að sögn talsmannsins eru netsvik sem þessi tíð og leiti bankinn allra leiða til að auka öryggi í netbankaviðskiptum.
Netsvikarar stela úr Nordea-bankanum
Mest lesið

„Alltaf leiðindamál að lenda í svona“
Viðskipti erlent

Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna
Viðskipti innlent

Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón
Viðskipti innlent

„Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“
Viðskipti innlent

Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári
Viðskipti innlent

Að sleikja narsisstann upp í vinnunni
Atvinnulíf

Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum
Viðskipti erlent

Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári
Viðskipti innlent
