Áætlaður hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur 18,3 milljónum dala, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna. Stjórn Nasdaq segir að tilraunir markaðarins til að gera yfirtöku á bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) á síðasta ári hafi sett skarð sitt í afkomuna.
Nasdaq gerði ítrekaðar tilraunir til að gera yfirtöku í LSE á síðasta ári. Þær reyndust árangurslausar en Nasdaq festi sér hins vegar tæpan 30 prósenta hlut í LSE á tímabilinu. Viðskiptablaðið BusinessWeek bendir á að kostnaður markaðarins á tímabilinu hafi numið 24,9 milljónum dala, rúmlega 1,6 milljörðum króna.
Hefði ekki komið til yfirtökutilrauna hefði hagnaður Nasdaq numið 24 sentum á hlut, sem hefði verið í samræmi við væntingar greinenda.
Gangi áætlanir eftir mun hagnaður Nasdaq hins vegar nema 14 sentum á hlut.