Eiturlyfjum smyglað inn á Landspítalann 16. apríl 2007 06:45 Geðdeild LSH. Reykskýli við innganginn er notað til viðskipta með eiturlyf. Pakkar með lyfjum hafa fundist á lóð spítalans. MYND/E.ól Fíkniefnasalar smygla eiturlyfjum til sjúklinga sem eru til meðferðar á Landspítalanum. Vandinn er mestur á geðsviði spítalans þar sem fíklar leita sér meðferðar. Starfsmenn hafa fundið pakka með fíkniefnum á lóð spítalans sem eru ætlaðir sjúklingum auk þess sem notaðar sprautunálar finnast reglulega við byggingar spítalans. Vandinn hefur verið til staðar lengi en yfirlæknir á geðsviði LSH segir vandann bundinn við hóp ógæfufólks. Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingarsviðs LSH, segir spítalann vera sem þversnið af samfélaginu og ekki undanskilinn þeim vandamálum sem þjóðfélagið hefur við að glíma. „Við höfum haft rökstuddan grun um það í gegnum tíðina að sjúklingar fái eiturlyf afhent inni á sjúkrahúsum. Við höfum einnig fundið pakka inni í steinhleðslum á lóð spítalans sem einhver hefur átt að koma og sækja.“ Aðalsteinn segir að stjórnendur spítalans séu í góðu sambandi við lögreglu, sem bregðist fljótt við þegar við eigi. „Þegar grunur leikur á um að viðskipti eigi sér stað höfum við alltaf samband við lögreglu.“ Bjarni Össurarson, yfirlæknir vímuefnadeildar við geðsvið LSH, segir vandann ekki nýtilkominn. „Á meðferðarstofnunum er alltaf nokkuð um neyslu og þá er lyfjum smyglað þar inn. Við verðum alltaf að hafa augun opin fyrir þessu því þetta gerist reglulega hvar sem er.“ Bjarni leggur áherslu á að um afmarkaðan hóp fólks sé að ræða sem sé í harðri neyslu. „Megnið af fólkinu sem hingað leitar er venjulegt fólk í fíknivanda og kemur hvergi nærri þeim vandamálum sem hér koma upp.“ Bjarni segir að nú standi til að bæta aðstöðu spítalans, eins og til dæmis reykingaaðstöðu við inngang geðdeildarinnar þar sem vitað sé að fíkniefnaviðskipti fari fram. „Einnig þarf að leysa hvernig á að taka á fólki sem getur verið hættulegt og því er sífellt verið að leita leiða til að bæta öryggismálin. Það er því verið að reyna að bregðast við þessu eins og mögulegt er,“ segir Bjarni. Samkvæmt upplýsingum frá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru reglulega höfð afskipti af „einstaklingum í annarlegu ástandi“ sem leita sér meðferðar á LSH. Í þeim tilfellum þar sem fíkniefni hafa fundist á víðavangi við sjúkrahúsið hefur verið um litla neysluskammta að ræða, að sögn lögreglu. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Fíkniefnasalar smygla eiturlyfjum til sjúklinga sem eru til meðferðar á Landspítalanum. Vandinn er mestur á geðsviði spítalans þar sem fíklar leita sér meðferðar. Starfsmenn hafa fundið pakka með fíkniefnum á lóð spítalans sem eru ætlaðir sjúklingum auk þess sem notaðar sprautunálar finnast reglulega við byggingar spítalans. Vandinn hefur verið til staðar lengi en yfirlæknir á geðsviði LSH segir vandann bundinn við hóp ógæfufólks. Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingarsviðs LSH, segir spítalann vera sem þversnið af samfélaginu og ekki undanskilinn þeim vandamálum sem þjóðfélagið hefur við að glíma. „Við höfum haft rökstuddan grun um það í gegnum tíðina að sjúklingar fái eiturlyf afhent inni á sjúkrahúsum. Við höfum einnig fundið pakka inni í steinhleðslum á lóð spítalans sem einhver hefur átt að koma og sækja.“ Aðalsteinn segir að stjórnendur spítalans séu í góðu sambandi við lögreglu, sem bregðist fljótt við þegar við eigi. „Þegar grunur leikur á um að viðskipti eigi sér stað höfum við alltaf samband við lögreglu.“ Bjarni Össurarson, yfirlæknir vímuefnadeildar við geðsvið LSH, segir vandann ekki nýtilkominn. „Á meðferðarstofnunum er alltaf nokkuð um neyslu og þá er lyfjum smyglað þar inn. Við verðum alltaf að hafa augun opin fyrir þessu því þetta gerist reglulega hvar sem er.“ Bjarni leggur áherslu á að um afmarkaðan hóp fólks sé að ræða sem sé í harðri neyslu. „Megnið af fólkinu sem hingað leitar er venjulegt fólk í fíknivanda og kemur hvergi nærri þeim vandamálum sem hér koma upp.“ Bjarni segir að nú standi til að bæta aðstöðu spítalans, eins og til dæmis reykingaaðstöðu við inngang geðdeildarinnar þar sem vitað sé að fíkniefnaviðskipti fari fram. „Einnig þarf að leysa hvernig á að taka á fólki sem getur verið hættulegt og því er sífellt verið að leita leiða til að bæta öryggismálin. Það er því verið að reyna að bregðast við þessu eins og mögulegt er,“ segir Bjarni. Samkvæmt upplýsingum frá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru reglulega höfð afskipti af „einstaklingum í annarlegu ástandi“ sem leita sér meðferðar á LSH. Í þeim tilfellum þar sem fíkniefni hafa fundist á víðavangi við sjúkrahúsið hefur verið um litla neysluskammta að ræða, að sögn lögreglu.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira