Viðskipti erlent

Wal-mart ryður sér veg í Kína

Wal-mart verslun í Kína
Wal-mart verslun í Kína AP

Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart ætlar að borga um milljarð bandaríkjadala til að taka yfir stærstu verslanakeðju Kína. Sú keðja rekur yfir 100 stórverlanir í 34 kínverskum borgum undir nafninu Trust-mart. Ef af verður verður Wal-mart farið að reka þessar verslanir fyrir árið 2010. Kínverskur efnahagur hefur sprungið út á undanförnum árum og má telja að Wal-mart ætli að nýta sér það enn frekar en þegar rekur verslanarisinn þar yfir 70 verslanir með um 37 þúsund starfsmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×