Lífið

Bók í tilefni 10 ára afmælis Skessuhorns

Magnús afhendir Einari fyrsta eintakið.
Magnús afhendir Einari fyrsta eintakið.

Í tilefni þess að héraðsfréttablaðið Skessuhorn á Vesturlandi verður brátt 10 ára gamalt var ákveðið að minnast tímamótanna með útgáfu viðtalsbókar. Bókin Fólkið í Skessuhorni kom út um liðna helgi. Hún hefur að geyma 62 viðtöl við áhugaverða Vestlendinga.

Blaðamennirnir Fríða Björnsdóttir og Jóhanna G Harðardóttir völdu efnið og bjuggu til prentunar en höfundar efnis eru 18 blaðamenn og fréttaritarar Skessuhorns. Bókin er 160 síður í stóru broti og ríkulega myndskreytt. Fyrsta eintak bókarinnar var afhent Einari Gíslasyni frá Lundi við stutta athöfn fyrir skömmu.

Í formála bókarinnar segir Magnús Magnússon, ritstjóri m.a: "Auk þess að færa tíðindi af mannlífi líðandi stundar, fyrirtækjum, félagslífi, íþróttastarfi og öðru sem gerist á Vesturlandi hefur það ætíð verið hlutverk héraðsfréttablaðsins Skessuhorns að knýja dyra hjá áhugaverðu fólki í landshlutanum, skrá ágrip af sögu þess og einstökum viðfangsefnum og birta lesendum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.