Hamilton bjartsýnn á heimavelli 4. júlí 2007 20:29 Lewis Hamilton hefur farið hamförum á tímabilinu og verið á verðlaunapalli í fyrstu átta keppnunum. AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina. Formúla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina.
Formúla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira