Viðskipti erlent

Allt hækkar í Hong Kong

Drekinn vaknar Hong Kong
Drekinn vaknar Hong Kong

Hlutabréf á markaði í Hong Kong standa nú í rúmum 22 þúsund stigum og hafa aldrei farið hærra. Hang Seng-vísitalan hækkaði um tæp tvö prósent á mánudag.

Hlutabréfabraskarar á Wall Street hafa undanfarið keppst við að kaupa í fyrirtækjum skráð á markað í Hong Kong. Bréf í farsímafyrirtækinu China Mobile hafa hækkað hratt undanfarna daga, auk þess sem fyrirtæki í orkugeiranum hafa rokið upp vegna hækkandi eldsneytisverðs.

Mikil hátíðahöld voru í Hong Kong á dögunum í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því að svæðið varð hluti af kínverska alþýðuveldinu. Hong Kong var áður bresk nýlenda.

Síðan Kínverjar tóku við stjórnartaumum í Hong Kong hefur orðið mikil fólksfjölgun á svæðinu. Kínverjar hafa streymt til Hong Kong enda efnahagsástandið annað og betra en á meginlandi Kína. Íbúum hefur fjölgað um fjörutíu prósent síðustu tíu ár og eru nú sjö milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×