Innlent

Skrifar greinar í Fréttablaðið

„Einhliða utanríkisstefna kvödd“ er heiti greinar Mikhaíls Gorbatsjovs sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Í henni beinir hann spjótum sínum að utanríkisstefnu bandarískra stjórnvalda. Greinar eftir þennan fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels munu framvegis birtast mánaðarlega í Fréttablaðinu.

Lesendur Fréttablaðsins fá jafnframt tækifæri til að senda spurningar til Gorbatsjovs sem hann mun svara í blaðinu. Spurningarnar sendist með tölvupósti til gorbatsjov@frettabladid.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×