NYSE útilokar ekki yfirtöku á LSE 26. janúar 2007 10:30 John Thain, forstjóri kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Stjórn bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) er enn opin fyrir möguleikanum á yfirtöku kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) . Þetta sagði John Thain, forstjóri NYSE á morgunverðarfundi á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. NYSE vinnur nú að samruna við samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og hyggst ljúka honum áður en frekari samrunar verði á dagskrá, að sögn Thains. Hann benti þó á að mistakist bandaríska hlutabréfamarkaðnum Nasdaq, sem vinnur að óvinveittri yfirtöku á LSE, að ná markmiði sínu, þá muni NYSE láta til skarar skríða. Samruni markaða beggja vegna Atlantsála komi öllum til góða, að hans sögn. Í dag rennur út frestur Nasdaq til að hækka yfirtökutilboð sitt í útistandandi hluti í LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarð punda, jafnvirði rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. Stjórn LSE hefur ítrekað hafnað tilboðu Nasdaq á þeim forsendum að það sé oft lágt og endurspegli ekki framtíðarhorfur markaðarins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórn bandarísku kauphallarinnar í New York (NYSE) er enn opin fyrir möguleikanum á yfirtöku kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) . Þetta sagði John Thain, forstjóri NYSE á morgunverðarfundi á ráðstefnu Alþjóða efnahagsstofnunarinnar World Economic Forum sem fram fer í Davos í Sviss. NYSE vinnur nú að samruna við samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og hyggst ljúka honum áður en frekari samrunar verði á dagskrá, að sögn Thains. Hann benti þó á að mistakist bandaríska hlutabréfamarkaðnum Nasdaq, sem vinnur að óvinveittri yfirtöku á LSE, að ná markmiði sínu, þá muni NYSE láta til skarar skríða. Samruni markaða beggja vegna Atlantsála komi öllum til góða, að hans sögn. Í dag rennur út frestur Nasdaq til að hækka yfirtökutilboð sitt í útistandandi hluti í LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarð punda, jafnvirði rúmlega 370 milljarða íslenskra króna. Stjórn LSE hefur ítrekað hafnað tilboðu Nasdaq á þeim forsendum að það sé oft lágt og endurspegli ekki framtíðarhorfur markaðarins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira