Viðsnúningur á Wall Street 29. ágúst 2007 20:31 MYND/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 18. september næstkomandi. Seðlabankinn hefur komið til móts við fjármálalífið með ýmsum hætti, meðal annars með því að veita fjármálafyrirtækjum kost á láni á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir nokkru til að mýkja áhrifin sem lánafyrirtæki urðu fyrir vegna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar ítrekað neitað að lækka stýrivexti fyrr en verðbólga hjaðni í Bandaríkjunum. Sumir fjárfestar vestanhafs gera ráð fyrir því að bankinn geti lækkað vextina fyrr en hann áætlaði vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Því sé rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum, að því er fréttastofan Associated Press hefur eftir nokkrum þeirra. Þá hefur fréttastofan eftir öðrum, að seðlabankinn sjái sér ekki annað fært í stöðunni en að lækka vextina þar sem útlit sé fyrir að hátt stýrivaxtastig hafi leitt til aukinna vanskila, ekki síst hjá þeim sem eru með litla greiðslugetu. Það geti svo aftur komið niður á einkaneyslu sem hafi bein áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5,25 prósent og hafa staðið óbreyttir síðan í júní í fyrra. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,9 prósent í dag og stendur hún í 13.293,44 stigum. Nasdaq-vísitalan bætti 2,50 prósentum við sig og endaði í 2.563,16 stigum en S&P-vísitalan hækkaði um 2,19 prósent og endaði í 1.463,76 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 18. september næstkomandi. Seðlabankinn hefur komið til móts við fjármálalífið með ýmsum hætti, meðal annars með því að veita fjármálafyrirtækjum kost á láni á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir nokkru til að mýkja áhrifin sem lánafyrirtæki urðu fyrir vegna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar ítrekað neitað að lækka stýrivexti fyrr en verðbólga hjaðni í Bandaríkjunum. Sumir fjárfestar vestanhafs gera ráð fyrir því að bankinn geti lækkað vextina fyrr en hann áætlaði vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Því sé rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum, að því er fréttastofan Associated Press hefur eftir nokkrum þeirra. Þá hefur fréttastofan eftir öðrum, að seðlabankinn sjái sér ekki annað fært í stöðunni en að lækka vextina þar sem útlit sé fyrir að hátt stýrivaxtastig hafi leitt til aukinna vanskila, ekki síst hjá þeim sem eru með litla greiðslugetu. Það geti svo aftur komið niður á einkaneyslu sem hafi bein áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5,25 prósent og hafa staðið óbreyttir síðan í júní í fyrra. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,9 prósent í dag og stendur hún í 13.293,44 stigum. Nasdaq-vísitalan bætti 2,50 prósentum við sig og endaði í 2.563,16 stigum en S&P-vísitalan hækkaði um 2,19 prósent og endaði í 1.463,76 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent