Upphitun fyrir úrslitakeppni NBA - Austurdeild 21. apríl 2007 03:13 NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30 NBA Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA deildinni hefst með látum í kvöld og því er ekki úr vegi að skoða einvígin sem eru á dagskrá í hvorri deild fyrir sig. Í Austurdeildinni er efsta liðið Detroit Pistons álitið nokkuð sigurstranglegt, en ekki má gleyma meisturum Miami Heat. Lið eins og Cleveland og Chicago ætla sér líka stóra hluti. Detroit - Orlando Detroit var með besta árangurinn í Austurdeildinni og mætir liðið Orlando í fyrstu umferðinni. Gengi Orlando hefur verið upp og niður í vetur og ljóst að liðið þarf á kraftaverki að halda til að standa í sterku liði Detroit. Cleveland - Washington Cleveland tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni á dramatískan hátt í síðustu umferð deildarkeppninnar og um leið einvígi við Washington í fyrstu umferð. Þessi lið háðu frábært einvígi í fyrra þar sem Cleveland hafði betur og fastlega verður að reikna með því að svo verði aftur af þessu sinni vegna meiðsla í herbúðum Washington. Tveir af bestu mönnum liðsins, stjörnuleikmennirnir Gilbert Arenas og Caron Butler, meiddust báðir fyrir nokkrum vikum og því ætti liðið ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir LeBron James og félaga í Cleveland. Toronto - New Jersey Þetta einvígi verður að öllum líkindum mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig lítt reyndum lykilmönnum Toronto tekst til gegn reyndara liði New Jersey. Vince Carter, stigahæsti maður New Jersey, mætir hér liðinu sem hann spilaði með lengst af ferlinum og á vafalítið eftir að setja á svið góða sýningu. Chicago - Miami Flestir hallast að því að þetta verði mest spennandi einvígið í fyrstu umferðinni í allri úrslitakeppninni. Meistarar Miami hafa náð að halda haus í vetur þrátt fyrir mikil meiðsli lykilmanna og er liðið fjarri því að vera enn laust við meiðsladrauginn. Mikið mun mæða á Dwyane Wade og því hve vel hann nær að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl. Chicago liðið er sterkt, en nokkuð brothætt og líklega ræður einvígi þeirra Shaquille O´Neal og Ben Wallace miklu um niðurstöðuna. Hér fyrir neðan er leikjaplanið á NBA TV fyrstu vikuna í úrslitakeppninni, en sjónvarpsstöðin Sýn Extra verður með fyrstu beinu útsendinguna frá úrslitakeppninni á sunnudagskvöldið þar sem sýndur verður leikur Phoenix Suns og LA Lakers klukkan 19. Laugardagur 21. apríl Detroit - Orlando leikur 1 klukkan 23:00 Sunnudagur 22. apríl San Antonio - Denver leikur 1 klukkan 23:00 Mánudagur 23. apríl Houston - Utah leikur 2 klukkan 01:30 Þriðjudagur 24. apríl Toronto - New Jersey leikur 2 klukkan 23:00 Miðvikudagur 25. apríl Dallas - Golden State leikur 2 klukkan 01:30 Fimmtudagur 26. apríl Utah - Houston leikur 3 klukkan 01:00 Föstudagur 27. apríl New Jersey - Toronto leikur 3 klukkan 23:00 Laugardagur 28. apríl Orlando - Detroit leikur 4 klukkan 19:00 Sunnudagur 29. apríl New Jersey - Toronto leikur 4 klukkan 23:30
NBA Mest lesið Í beinni: ÍA - KR | Blóðug botnbarátta á Skaganum Íslenski boltinn Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Einu ósigruðu liðin eigast við Enski boltinn Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Golf Í beinni: FH - Breiðablik | Lið á ólíku skriði Íslenski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira