Innlent

Bærinn er að fullorðnast

Salome Þorkelsdóttir var gerð að heiðursborgara Mosfellsbæjar í gær á tuttugu ára afmæli bæjarins. Bæjarbúar fjölmenntu í afmælisveislu í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna þar sem meðal annars var opnuð sýning á ljósmyndum úr bæjarlífinu. Salome tók sér tíma til að skoða myndirnar sem eru hluti af sögu bæjarins.
Salome Þorkelsdóttir var gerð að heiðursborgara Mosfellsbæjar í gær á tuttugu ára afmæli bæjarins. Bæjarbúar fjölmenntu í afmælisveislu í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna þar sem meðal annars var opnuð sýning á ljósmyndum úr bæjarlífinu. Salome tók sér tíma til að skoða myndirnar sem eru hluti af sögu bæjarins. MYND/valli

„Þetta var frábær afmælisdagur,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, en í gær var haldið upp á tuttugu ára afmæli bæjarins, sem fékk kaupstaðar­réttindi 9. ágúst árið 1987.

Mikið var um dýrðir í bænum í gær og bæjarbúar fjölmenntu í hátíðarhöldin. Á sérstökum hátíðarfundi í bæjarstjórn var ákveðið að gera Salome Þorkelsdóttur, fyrrverandi alþingismann, að heiðursborgara Mosfellsbæjar auk þess sem ákveðið var að hefja undirbúning við gerð útivistar- og ævintýragarðs í bænum.

„Bærinn er aðeins að fullorðnast og hann hefur dafnað vel á þessum árum,“ segir Ragnheiður og bætir við að bærinn eigi mikla framtíðarmöguleika eins og hver annar tvítugur einstaklingur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×