Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fékk tækifæri á því að gæða sér á hvannakjötinu og hefðbundnu lambakjöti til samanburðar á veitingastaðnum Vox á Nordica Hótel í gærkvöldi og fann greinanlegan mun á bragði. Ráðherra lýsti af því tilefni ánægju sinni með verkefnið og sagði að það yrði spennandi að fylgjast með framgangi þess.
Í frétt frá Matís segir m.a. að Einar hafi sagt þetta framtak að ala sauðfé á hvönn áhugaverða nýsköpun og verkefnið gott dæmi um að miklir möguleikar væru fyrir hendi í landbúnaðarframleiðslu.
Verkefnið er að frumkvæði Höllu Steinólfsdóttur og Guðmundar Gíslasonar sauðfjárbænda að Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Þau ólu upp ákveðinn fjölda lamba í beitarhólfi með bjó yfir hvönn. Til samanburðar var öðrum lömbum komið fyrir í úthagabeit og á ræktuðu landi. Þykir hafa tekist vel til og verulegur bragðmunur er á kjöti lambanna.