Peningaskápurinn … 2. ágúst 2007 00:01 Lítillæti Hannesar FL Group skilaði uppgjöri í gær og var hagnaður félagsins rúmir 23 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Menn þar á bæ eru himinlifandi með árangurinn, enda umfram spár auk þess að vera margfalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að hagnaðurinn sé 304 prósent meiri heldur en á sama tíma fyrir ári. Hannes Smárason forstjóri virðist þó ekki jafn sleipur í reikningi og menn skyldu halda og lætur hafa eftir sér að hagnaður félagsins hafi þrefaldast frá fyrra ári. Svo er hins vegar ekki því hagnaðurinn var 5,7 milljarðar króna á fyrri árshelmingi ársins 2006, en 23,1 á nýliðnum árshelmingi. Því væri rétt að segja að hagnaður félagsins hefði aukist um 304 prósent, og fjórfaldast. Tívolígjaldmiðill Íslenska krónan er í sannkallaðri rússíbanareið og áhættufjárfestar flýja landið í stórum stíl, skrifar Ole Mikkelsen í Berlingske Tidende. Ole fjallar um fall krónunnar síðustu daga og segir braskara til skamms tíma hafa stundað lántöku í Japan, þar sem vextir eru nánast í núllpunkti, og fjárfest á Íslandi þar sem vextirnir séu svimandi háir. Ole er svartsýnn á framtíð íslensku krónunnar og hefur þetta eftir Lars Christensen, sérfræðingi Danske Bank: „Vinur minn spilar fótbolta í efstu deild á Íslandi. Ég ráðlagði honum að fá laun næstu tveggja mánaða í evrum eða dönskum krónum." Hafa ber þó í huga að danskir miðlar hafa löngum verið svartsýnir fyrir hönd íslensks efnahagslífs og hingað til ekki sannspáir. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Lítillæti Hannesar FL Group skilaði uppgjöri í gær og var hagnaður félagsins rúmir 23 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Menn þar á bæ eru himinlifandi með árangurinn, enda umfram spár auk þess að vera margfalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá FL Group að hagnaðurinn sé 304 prósent meiri heldur en á sama tíma fyrir ári. Hannes Smárason forstjóri virðist þó ekki jafn sleipur í reikningi og menn skyldu halda og lætur hafa eftir sér að hagnaður félagsins hafi þrefaldast frá fyrra ári. Svo er hins vegar ekki því hagnaðurinn var 5,7 milljarðar króna á fyrri árshelmingi ársins 2006, en 23,1 á nýliðnum árshelmingi. Því væri rétt að segja að hagnaður félagsins hefði aukist um 304 prósent, og fjórfaldast. Tívolígjaldmiðill Íslenska krónan er í sannkallaðri rússíbanareið og áhættufjárfestar flýja landið í stórum stíl, skrifar Ole Mikkelsen í Berlingske Tidende. Ole fjallar um fall krónunnar síðustu daga og segir braskara til skamms tíma hafa stundað lántöku í Japan, þar sem vextir eru nánast í núllpunkti, og fjárfest á Íslandi þar sem vextirnir séu svimandi háir. Ole er svartsýnn á framtíð íslensku krónunnar og hefur þetta eftir Lars Christensen, sérfræðingi Danske Bank: „Vinur minn spilar fótbolta í efstu deild á Íslandi. Ég ráðlagði honum að fá laun næstu tveggja mánaða í evrum eða dönskum krónum." Hafa ber þó í huga að danskir miðlar hafa löngum verið svartsýnir fyrir hönd íslensks efnahagslífs og hingað til ekki sannspáir.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira