Microsoft og Ford bæta ökumenningu 10. janúar 2007 06:30 Alan Mulally, forstjóri Ford, ræðir við Bill Gates, stofnanda og stjórnarformann Microsoft, á ráðstefnu Ford þegar hulunni var svipt af samstarfinu um helgina. MYND/AFP Bandaríski bílaframleiðandinn Ford og hugbúnaðarrisinn Microsoft kynntu í síðustu viku hugbúnað í bíla sem gerir ökumönnum kleift að raddstýra ýmsum rafbúnaði í bílum sínum, svo sem spilurum og farsíma. Hugbúnaðurinn skilur þrjú tungumál en með honum getur ökumaður greint frá því hvaða lög hann vill heyra í græjum á borð við iPod-spilara og í hverja farsíminn á að hringja í. Búnaðurinn verður innbyggður í tólf nýjar bílategundir undir merkjum Ford sem koma á markað á þessu ári. Að sögn stjórnenda bandarísku bílasmiðanna er mikil eftirspurn eftir handfrjálsum tækjabúnaði á borð við þennan í bíla vestanhafs og sér fyrirtækið fram á að geta plægt geysistóran markað fyrir tæknina í Bandaríkjunum til að byrja með. Tækjabúnaðurinn, sem nefnist Sync, þykir vera ágætt viðbragð Microsoft til að stækka markaðshlutdeild sína og sækja á nýja markaði utan tölvugeirans. Á móti kemur að Ford þykir hafa landað ágætu tækifæri til að bæta afkomu sína á bandaríska bílamarkaðnum, sem hefur dregist nokkuð saman síðastliðin ár. Aðrir bílaframleiðendur munu vera að vinna að innleiðingu svipaðrar tækni í bíla sína. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Bandaríski bílaframleiðandinn Ford og hugbúnaðarrisinn Microsoft kynntu í síðustu viku hugbúnað í bíla sem gerir ökumönnum kleift að raddstýra ýmsum rafbúnaði í bílum sínum, svo sem spilurum og farsíma. Hugbúnaðurinn skilur þrjú tungumál en með honum getur ökumaður greint frá því hvaða lög hann vill heyra í græjum á borð við iPod-spilara og í hverja farsíminn á að hringja í. Búnaðurinn verður innbyggður í tólf nýjar bílategundir undir merkjum Ford sem koma á markað á þessu ári. Að sögn stjórnenda bandarísku bílasmiðanna er mikil eftirspurn eftir handfrjálsum tækjabúnaði á borð við þennan í bíla vestanhafs og sér fyrirtækið fram á að geta plægt geysistóran markað fyrir tæknina í Bandaríkjunum til að byrja með. Tækjabúnaðurinn, sem nefnist Sync, þykir vera ágætt viðbragð Microsoft til að stækka markaðshlutdeild sína og sækja á nýja markaði utan tölvugeirans. Á móti kemur að Ford þykir hafa landað ágætu tækifæri til að bæta afkomu sína á bandaríska bílamarkaðnum, sem hefur dregist nokkuð saman síðastliðin ár. Aðrir bílaframleiðendur munu vera að vinna að innleiðingu svipaðrar tækni í bíla sína.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira