Innlent

Full leiga fyrir minni íbúð

Menn leigja það sem þeir sjá.
Menn leigja það sem þeir sjá.

Fólki, sem tók á leigu íbúð fyrir 140 þúsund krónur á mánuði, var gert að greiða umsamda leiguupphæð þótt íbúðin hafi reynst minni en segir í leigusamningi. Í samningnum kom fram að íbúðin væri fjögurra herbergja og alls um 140 fermetrar.

Leigjendurnir segja að í ljós hafi komið að íbúðin sé aðeins 120 fermetrar auk þess sem eigandinn nýtti 10 fermetra af henni sem geymslu. Þau nýttu því aðeins 110 fermetra og ættu því ekki að borga nema 110 þúsund krónur. Kærunefnd húsaleigumála sagði leigjendurna hafa skoðað íbúðina fyrirfram og að leigan réðist ekki f fermetrafjölda. Því ættu þau að borga umsamda leigu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×