Viðskipti innlent

Nýtt íslenskt flugfélag að hefja starfsemi?

Þriðja íslenska flugfélagið gæti litið dagsins ljós á næstu vikum.
Þriðja íslenska flugfélagið gæti litið dagsins ljós á næstu vikum.

Vísir hefur heimildir fyrir því að forsvarsmenn óstofnaðs flugfélags hafi undanfarið leitað samninga og tilboða í því skyni að hefja áætlunarflug frá Íslandi til nokkurra áfangastaða í Evrópu.

Samkvæmt sömu heimildum mun flugfélagið einkum líta til þess að fljúga til London og Kaupmannahafnar en einng hafa ýmsir áfangastaðir í Mið- og Suður Evrópu verið til skoðunar.

Aðili sem Vísir ræddi við segir ljóst að stofnendur hins nýja flugfélags hafi þegar framvísað sönnun þess efnis að þeir hafi nægilegt fjármagn til að leggja fram í uppbyggingu og rekstur á flugfélagi sem þessu.

Heimildir herma einng að þegar hafi verið gengið frá samningi við félag sem útvegar flugvélar. Þá hefur einng spurst til fulltrúa flugfélagsins í samningaumleitan við flugstöðvar erlendis.

Vísi hefur ekki tekist að hafa uppi á nöfnum forsvarsmanna fékagsins enda mun hópurinn láta lögmann um að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins fyrst um sinn. Ekki er þó ljóst hvort hópurinn hafi tekið endanlega ákvörðun um að hrinda verkefninu í framkvæms en slíkt ætti að koma í ljós á allra næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×