Viðskipti erlent

Tchenguiz brigslað um kaup í Sainsbury

Fasteignajöfurinn Tchenguiz er talinn standa á bak við stór kaup í stórmarkaðnum Sainsburys í síðustu viku.
Fasteignajöfurinn Tchenguiz er talinn standa á bak við stór kaup í stórmarkaðnum Sainsburys í síðustu viku.

Talsverð viðskipti voru með bréf í breska stórmarkaðnum Sainsbury eftir lokun markaða í bresku kauphöllinni í Lundúnum á miðvikudag í síðustu viku. Ein þeirra voru upp á 3,6 milljónir punda, jafnvirði tæpra 440 milljóna íslenskra króna. Töldu miðlarar líkur á að þar hefði fasteignajöfurinn Robert Tchenguiz verið á ferðinni að bæta við eignasafn sitt í þessari þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands.

Gengi bréfa í Sainsbury tók stökkið undir lok febrúar eftir að sá orðrómur fór á kreik að yfirtökutilboðs væri að vænta frá hópi stórra fjárfestinga­félaga. Fjöldi fjárfesta stökk á lestina, þar á meðal Tchenguiz. Hann bætti við sig á skömmum tíma og var fljótlega kominn með fimm prósenta hlut. Eftir að yfirtökutilboðið rann út í sandinn í apríl kom hann með hugmyndir að breyttum rekstri og sóttist eftir setu í stjórn.

Gengi bréfa í stórmarkaðnum hækkaði um fimm prósent við viðskiptin í síðustu viku og fór í 555 pens á hlut. Það hefur verið á uppleið síðan og stóð á mánudag í 561 pensi á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×