Viðskipti erlent

Fjölmiðlaveldi finna illa fyrir stöðunni á fjármálamarkaðinum

Stór fjölmiðlaveldi í Evrópu eiga ekki góða daga á fjármálamarkaðinum þessa dagana. Ef litið er á gengisþróun bréfa þeirra í kauphöllunum eru flestar tölur vel í rauðu eftir árið.

Á viðskiptasíðu Berlingske er fjallað um málið og nefnt að gengi Söndagsavisen, sem gefur út vikublöð víða í Danmörku, hafi fallið um 65% á árinu. Gengi Metro International, sem gefur út fríblöð víða um Evrópu, hafi fallið um 44%. Gengi Rella, sem er í eigu Allers-samsteypunnar og gefur út tímarit víða á Norðurlöndunum, hafi fallið um 45% og gengi Mecom útgáfunnar hafi fallið um 22%.

Fjölmiðlagreinirinn Hendrik Schultz hjá Kaupþingi segir að þær útgáfur sem séu hvað mest skuldsettar séu mjög viðkvæmar fyrir sveifum á auglýsingamarkaðinum, Hann nefnir Metro International sem dæmi en útgáfan er algerlega háð auglýsingatekjum.

Hið íslenskættaða Nyhedsavisen kemur einnig til umræði í grein Berlingske og segir Schultz að fyrir utan að vera mjög háð auglýsingatekjum sé blaðið einnig mjög háð Baugur Group. "Að vera háður félagi sem glímir við miklar skuldir er ekki gott," segir Schultz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×